Tímarit um menntarannsóknir - 01.06.2012, Blaðsíða 43
43
Kennaraskólinn í Nääs og fyrstu íslensku nemendur hans í uppeldismiðaðri smíðakennslu
skólasmíðinnar á Íslandi og áhrif þeirra
voru því mikil á mótun greinarinnar.
1. Vilhjálmína Þórunn Gíslason kennslu-
kona, Grindavík, 1889.
2. Matthías Septímus Þórðarson, stud.
mag., nemandi, Hafnarfirði, 1902.
3. Inga Lára Lárusdóttir alþýðuskóla-
kennari, Reykjavík, 1910.
4. Ásta Guðmundsdóttir leikfimikennari,
Reykjavík, 1920.
5. Tómas Jóhannsson smíðakennari,
Hólum, 1921.
6. Þorgils Guðmundsson íþróttakennari,
Borgarfirði, 1922.
7. Dagur Sigurjónsson alþýðuskólakenn-
ari, Laugum, 1931.
8. Svana Stefánsdóttir kennslukona,
Reykjavík, 1932.
9. Gestur Þorbjörnsson Reykjavík, 1938.
Vilhjálmína Þórunn Oddsdóttir
Fyrsti íslenski kennarinn sem menntaði sig
í uppeldismiðaðri smíði var Vilhjálmína
Þórunn Oddsdóttir (1872–1964) úr Grinda-
vík (Holm, 1942; Pizzurno, 1889). Vilhjálm-
ína var dóttir Odds V. Gíslasonar, sóknar-
prests í Grindavík (frá 1878 til 1894), og
konu hans. Vilhjálmína stundaði nám við
Kvennaskóla Reykjavíkur veturinn 1886–
1888 (Námsmeyjar í Kvennaskóla Reykja-
víkur, 1887) og við kennaraskóla Salomons
í Nääs árið 1889 (Holm, 1942).
Oddur, faðir Vilhjálmínu, átti marga vini
og þeirra á meðal voru Eiríkur Magnússon,
bókavörður og kennari við Cambridge-há-
skóla í Englandi (Norman, 1996), og kona
hans, Sigríður Magnússon. Sigríður og
Oddur höfðu alist upp á sömu slóðum í
Grjótaþorpinu í Reykjavík. Sigríður kom
því til leiðar að Vilhjálmína fékk skólavist
í Nääs (Sternen, 1889). Hún heimsótti jafn-
framt Salomon og fékk hann til þess að
styrkja hana fjárhagslega til námsins (Ei-
ríkur Magnússon, 1889).
Þegar Vilhjálmína fór til Nääs var Sig-
ríður búin að byggja kvennaskóla sinn að
6. mynd: Oddur V.
Gíslason og fjölskylda
ásamt tengdasyni.
Vilhjálmína er þriðja í
efstu röð frá hægri.