Tímarit um menntarannsóknir - 01.06.2012, Blaðsíða 26
26
Gunnlaugur Sigurðsson og Kristján Kristjánsson
athafna í aðrar tilfallandi uppsprettur slíks
afls. „Viljastyrkurinn“ mælist eftir þessari
hugmyndafræði í viðureign hinnar yfir-
veguðu hugsunar við hvaðeina annað sem
herjar á hugann, til dæmis þeirrar mjög
svo yfirveguðu hugsunar manns að hætta
að reykja þegar hann er nýbúinn að reykja
þrjár í striklotu. Af „skynsemi“ tekur hann
ákvörðun um að hætta að reykja og á það
undir „viljastyrk“ sínum að geta staðið
við það áform þegar löngunin lætur til sín
taka á ný.
Skemmst er frá því að segja að við
frekari greiningu á atburðarás af þessu
tagi, þegar manneskja setur sér markmið
af „skynsamlegri yfirvegun“ og skoðað er
hvernig henni tekst að standa við áform
sitt, þá er afar erfitt að staðreyna þann
atburð að „viljastyrkurinn“ sé beinlínis að
verki í glímunni við mótdræg öfl. Ævin-
lega kemur í ljós að manneskjan beitir
„herfræði“ eða drepa-á-dreif-aðferð af
einu eða öðru tagi, með misjöfnum árangri
vissulega, en slíkar aðferðir eiga það allar
sameiginlegt að manneskjan hugsar leiðir
til að komast hjá nákvæmlega því að þurfa
beinlínis að beita hinum meinta „vilja-
styrk“. Aðalhöfundur hinnar frægu „syk-
urpúðatilraunar“, Walter Mischel (Misc-
hel, Shoda og Rodriguez, 1989), komst að
þeirri niðurstöðu að viljastyrkur felist í að
beita úrræðum sem viðkomandi ræður
yfir sem hjálpi honum að einfalda leið sína
að markmiðum sínum gagnvart tíma og
öðrum hindrunum. Þarna fer að skolast
til hvað megi þakka „viljastyrknum“ og
hvað hugkvæmni eða getunni til að hugsa
veruleikann á merkingarbæran hátt (sbr.
Winch, 1958).
Lærdómurinn af framansögðu
Hver er lærdómurinn af þessum wittgen-
steinsku hugleiðingum? Lærdómurinn
sem ber umfram allt að draga af þeim er að
okkar dómi sá að í menntunarfræðilegum
rannsóknum á hugtökum á borð við náms-
hvöt og sjálfsaga skipti mestu að grennslast
eftir merkingu þeirra í huga nemendanna
sem rannsakaðir eru og ekki síður í þeim
hlutlæga félagslega veruleika sem þeir til-
heyra. Því miður hefur slík eftirgrennslan
viljað verða útundan í fræðunum vegna
hinnar miklu raunvísindalegu áherslu
á að raunbinda hugtökin svo að hægt sé
að rannsaka tölfræðilega fylgni þeirra við
aðrar breytur.
Heimspekileg félagsfræði af þessu tagi
hefur almennt farið halloka í sambýli við
sálfræðina, að áliti þeirra Oishi, Kesebir
og Snyder (2009), á því sameiginlega sviði
sem þessar upprennandi fræðigreinar
mörkuðu sér í árdaga, eða fyrir einni öld
eða svo. Sálfræðin sækir yfirburði sína í
samskiptum þessara fræðigreina í meint
algildi þeirrar þekkingar sem hún aflar;
niðurstöður hennar gildi fyrir sálrænan
veruleika alls fólks vegna sameiginlegs
sálræns eðlis manneskjunnar, en félags-
fræðin sé stað- og tímabundin vegna
breytileika samfélagsins og menningar
þess. Undantekning að þessu leyti er þó sú
menningarlega sálfræði sem Bruner (1996)
og fleiri stunda, en félagsfræðin hefur svo
fyrir sitt leyti iðulega tekið fram úr sér um
meinta langdrægni þeirra kenninga sem
hún fer fram með. Eins og Winch (1958)
benti réttilega á, og áður var reifað, ferst
félagsfræðinni jafnan best þegar hún skil-
ur hlutverk sitt þekkingarfræðilega, sem
rannsókn á félagslegri merkingu, fremur