Tímarit um menntarannsóknir - 01.06.2012, Side 26

Tímarit um menntarannsóknir - 01.06.2012, Side 26
26 Gunnlaugur Sigurðsson og Kristján Kristjánsson athafna í aðrar tilfallandi uppsprettur slíks afls. „Viljastyrkurinn“ mælist eftir þessari hugmyndafræði í viðureign hinnar yfir- veguðu hugsunar við hvaðeina annað sem herjar á hugann, til dæmis þeirrar mjög svo yfirveguðu hugsunar manns að hætta að reykja þegar hann er nýbúinn að reykja þrjár í striklotu. Af „skynsemi“ tekur hann ákvörðun um að hætta að reykja og á það undir „viljastyrk“ sínum að geta staðið við það áform þegar löngunin lætur til sín taka á ný. Skemmst er frá því að segja að við frekari greiningu á atburðarás af þessu tagi, þegar manneskja setur sér markmið af „skynsamlegri yfirvegun“ og skoðað er hvernig henni tekst að standa við áform sitt, þá er afar erfitt að staðreyna þann atburð að „viljastyrkurinn“ sé beinlínis að verki í glímunni við mótdræg öfl. Ævin- lega kemur í ljós að manneskjan beitir „herfræði“ eða drepa-á-dreif-aðferð af einu eða öðru tagi, með misjöfnum árangri vissulega, en slíkar aðferðir eiga það allar sameiginlegt að manneskjan hugsar leiðir til að komast hjá nákvæmlega því að þurfa beinlínis að beita hinum meinta „vilja- styrk“. Aðalhöfundur hinnar frægu „syk- urpúðatilraunar“, Walter Mischel (Misc- hel, Shoda og Rodriguez, 1989), komst að þeirri niðurstöðu að viljastyrkur felist í að beita úrræðum sem viðkomandi ræður yfir sem hjálpi honum að einfalda leið sína að markmiðum sínum gagnvart tíma og öðrum hindrunum. Þarna fer að skolast til hvað megi þakka „viljastyrknum“ og hvað hugkvæmni eða getunni til að hugsa veruleikann á merkingarbæran hátt (sbr. Winch, 1958). Lærdómurinn af framansögðu Hver er lærdómurinn af þessum wittgen- steinsku hugleiðingum? Lærdómurinn sem ber umfram allt að draga af þeim er að okkar dómi sá að í menntunarfræðilegum rannsóknum á hugtökum á borð við náms- hvöt og sjálfsaga skipti mestu að grennslast eftir merkingu þeirra í huga nemendanna sem rannsakaðir eru og ekki síður í þeim hlutlæga félagslega veruleika sem þeir til- heyra. Því miður hefur slík eftirgrennslan viljað verða útundan í fræðunum vegna hinnar miklu raunvísindalegu áherslu á að raunbinda hugtökin svo að hægt sé að rannsaka tölfræðilega fylgni þeirra við aðrar breytur. Heimspekileg félagsfræði af þessu tagi hefur almennt farið halloka í sambýli við sálfræðina, að áliti þeirra Oishi, Kesebir og Snyder (2009), á því sameiginlega sviði sem þessar upprennandi fræðigreinar mörkuðu sér í árdaga, eða fyrir einni öld eða svo. Sálfræðin sækir yfirburði sína í samskiptum þessara fræðigreina í meint algildi þeirrar þekkingar sem hún aflar; niðurstöður hennar gildi fyrir sálrænan veruleika alls fólks vegna sameiginlegs sálræns eðlis manneskjunnar, en félags- fræðin sé stað- og tímabundin vegna breytileika samfélagsins og menningar þess. Undantekning að þessu leyti er þó sú menningarlega sálfræði sem Bruner (1996) og fleiri stunda, en félagsfræðin hefur svo fyrir sitt leyti iðulega tekið fram úr sér um meinta langdrægni þeirra kenninga sem hún fer fram með. Eins og Winch (1958) benti réttilega á, og áður var reifað, ferst félagsfræðinni jafnan best þegar hún skil- ur hlutverk sitt þekkingarfræðilega, sem rannsókn á félagslegri merkingu, fremur
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164
Side 165
Side 166
Side 167
Side 168
Side 169
Side 170
Side 171
Side 172
Side 173
Side 174
Side 175
Side 176
Side 177
Side 178
Side 179
Side 180
Side 181
Side 182

x

Tímarit um menntarannsóknir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit um menntarannsóknir
https://timarit.is/publication/1140

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.