Tímarit um menntarannsóknir - 01.06.2012, Blaðsíða 91
91
Yager og náttúruvísindaleikurinn
nefndi svo, sé þessari eyþjóð lítið annað
en leikur, sem nemendur séu æfðir undir
í tilraunastofu undir yfirskriftinni Vísindi
byggð á tilraunum eða sem vorferð í fjöru
eða á fjalli. Hér með er lagt til að áður-
nefnd álitamál er snerta tilgang náttúru-
vísindamenntunar, stöðu nemenda hvað
varðar áhuga og skilning, spurningar um
náttúruvísindalega þekkingu og aðferðir
og síðast en ekki síst hlutverk og kunnáttu
kennara verði rækilega skoðuð og mótuð
stefna á grundvelli þeirrar skoðunar, ef
náttúruvísindamenntun hérlendis á ein-
hvern tíma að geta orðið annað og meira
en undirbúningur og þjálfun fyrir leik sem
fæstir ná að spreyta sig á.
Þegar fyrsta opinbera námskráin fyrir
nemendur á fræðsluskyldualdri tók gildi
hér á landi fyrir rúmum 50 árum (Mennta-
málaráðuneytið, 1960) fóru um 10–15%
hvers fæðingarárgangs í lengra nám en til
gagnfræðaprófs. Stærstur hluti árgangsins
bjó því aðeins að þeirri náttúruvísinda-
menntun sem hann hlaut fram að sextán
ára aldri. Nú stunda um 80% framhalds-
nám fram að tvítugsaldri og ríflega þriðj-
ungur hvers árgangs lýkur bakkalárprófi
á háskólastigi. Við hljótum því að spyrja
hverju lengri og almennari skólaganga
hefur skilað í almennri náttúruvísinda-
menntun þjóðarinnar.
If we compare natural science to a game
or sport, it is indeed an exciting game to
play, rich with challenges and rewards.
The school system spends more than a
decade teaching young people the “back-
ground material, laws, rules, classification
schemes, and verifications (disciplines) of
the basic game” (Yager, 1988). But unfor-
tunately the most important component of
a game seems to be lacking in the game of
science, according to Robert E. Yager. The
game of science rarely provides opportu-
nities for students to really play the game.
Instead they need to spend 13-14 years
learning the rules of the game and prepar-
ing for it.
This article addresses the interesting
history of science education reform during
the twentieth century, which is conceived
of as falling into three main eras: first, the
period that lasted to the end of the Second
World War, here labelled as the era of peda-
gogical progressivism; second, the period
from the middle of the twentieth century
to 1980, which Yager (2000) labelled as the
reform game of the 1960s; and third, the pe-
riod from the 1980s until present, labelled
as the new progressivism era (Ravitch, 1983).
Like most other Western countries, Ice-
land has roughly followed this develop-
ment in education, first stressing social
context, the practical and technological
Abstract
Yager and the game of science