Tímarit um menntarannsóknir - 01.06.2012, Blaðsíða 48
48
Gísli Þorsteinsson og Brynjar Ólafsson
Bróðir Matthíasar var kvæntur sænskri
prestsdóttur frá Karlshamn í Svíþjóð. Eitt
sinn er Matthías heimsótti bróður sinn var
honum sagt frá skóla Salomons og sýndir
nokkrir smíðamunir þaðan (Freysteinn
Gunnarsson, 1958). Fékk hann þá hug á
því að taka þátt í námskeiði í Nääs. Árið
1902 skrifaði Matthías bréf til Salomons
þar sem hann sótti um þátttöku í leikja-
námskeiði, en niðurstaðan varð þó sú að
hann fór á námskeið í trésmíði (Matthías
Þórðarson, 1902).
Áhugi Matthíasar virðist hafa verið
mikill á kennslufræði Salomons og kenndi
hann samkvæmt aðferðum hans eftir að
hann kom aftur heim til Íslands. Árið
1908 gaf Matthías út bókina Smíðareglur
við skólasmíði sem var ætluð til stuðnings
við kennslu í skólasmíði (Matthías Þórð-
arson, 1908). Bókin er þýðing á fyrri hluta
verkefnabókar Salomons sem hann gaf
út árið 1902 (Salomon, 1902). Í bókinni er
talin upp röð 20 verkefna fyrir byrjendur,
sem notuð voru í skóla Salomons í Nääs.
Hverju verkefni fylgdi lýsing á vinnuferl-
inu. Í sænsku útgáfunni fylgdu myndir
af verkefnunum, sbr. vinnuteikningu af
ausu sem var verkefni 20 í verkefnaröð
Salomons.
Matthías kenndi skólasmíði sem stunda-
kennari við Barnaskóla Reykjavíkur á ár-
unum 1907–1920 (Ólafur Þ. Kristjánsson,
1965), en kennslan féll þó niður skólaárið
1917–1918 og 1918–1919 vegna of hás upp-
hitunarkostnaðar á smíðastofunni, en þá
voru kol mjög dýr vegna heimsstyrjaldar-
innar fyrri. Á árabilinu 1910–1917 virðist
Matthías einnig hafa kennt daufdumbum
skólasmíði í tvo tíma á viku (Barnaskóli
Reykjavíkur, 1930). Jafnframt því að kenna
við Barnaskóla Reykjavíkur tók Matthías
að sér kennslu í skólasmíði við Kennara-
skólann á árunum 1908–1921 (Ólafur Þ.
Kristjánsson, 1958). Á þessum tíma gegndi
hann einnig stöðu forngripavarðar, en þar
sem launin voru lág kom það sér vel að
geta kennt skólasmíði í hjáverkum (Frey-
steinn Gunnarsson, 1958).
Áður en Matthías hóf kennslu hafði
Stefán Eiríksson myndskeri kennt skóla-
smíðina frá stofnun skólans árið 1901.
Kennsla Stefáns tók mið af kennsluhug-
myndum Axels Mikkelsens í Slöjdlær-
erskolen í Kaupmannahöfn, en þar tók
Stefán þátt í námskeiði fyrir verðandi
slöjdkennara sumarið 1904 (Barnaskóli
Reykjavíkur, 1930). Matthías kenndi aftur
á móti eftir kerfi Ottos Salomon (Þórhallur
Bjarnarson, 1909).
Í lok hvers skólaárs var haldin sýn-
ing að vori fyrir foreldra og almenning í
Reykjavík til þess að sýna afrakstur vetrar-
11. mynd: Teikning af ausu úr verkefnaröð
Salomons og fyrir neðan ljósmynd af smíðis-
gripnum.