Tímarit um menntarannsóknir - 01.06.2012, Blaðsíða 156

Tímarit um menntarannsóknir - 01.06.2012, Blaðsíða 156
156 Guðrún Björg Ragnarsdóttir og Anna-Lind Pétursdóttir kennara eða erfiðum verkefnum. Þá er talað um að hegðun sé neikvætt styrkt þar sem hlé verður á einhverju óþægilegu í kjölfar hegðunar sem eykur líkur á að hún verði endurtekin við sömu aðstæður. Ef til dæmis nemanda sem sýnir mótþróa við verkefnavinnu er vísað úr kennslu- stund aukast líkur á því að hann endur- taki truflandi hegðun við sömu aðstæður til að sleppa við verkefni. Tilgátan um til- gang erfiðu hegðunarinnar ásamt öðrum upplýsingum úr virknimatinu nýtist beint við ákvörðun um íhlutun, svo sem ein- staklingsmiðaða stuðningsáætlun. Rann- sóknir hafa sýnt að íhlutun sem byggist á virknimati skilar betri árangri en íhlutun án virknimats (Newcomer og Lewis, 2004). Einstaklingsmiðuð stuðningsáætlun Einstaklingsmiðuð stuðningsáætlun felur í sér margþætta íhlutun sem beinist að áhrifaþáttum hinnar erfiðu hegðunar (O‘Neill o.fl., 1997). Í fyrsta lagi þarf að taka tillit til þeirra bakgrunnsáhrifavalda sem gætu ýtt undir erfiða hegðun. Ef til dæmis nemandi sýnir frekar mótþróa þegar hann er þreyttur þarf að huga að leiðum til að draga úr þreytu. Í öðru lagi ætti stuðningsáætlun að fela í sér fyrir- byggjandi breytingar á aðdraganda óæski- legu hegðunarinnar. Ef til dæmis löng og flókin verkefni kveikja erfiða hegðun þarf að finna leiðir til að stytta þau eða ein- falda. Í þriðja lagi felur stuðningsáætlun í sér beina þjálfun í æskilegri hegðun, eins og að rétta upp hönd og bíða þar til röðin kemur að manni. Í fjórða lagi verður stuðningsáætlun að breyta þeim afleið- ingum sem viðhalda óæskilegri hegðun. Bæði þarf að huga að styrkingu viðeig- andi hegðunar og því hvernig styrkingu hinnar óæskilegu hegðunar er hætt með slokknun (e. extinction). Slokknun ein og sér er mjög vandmeðfarin íhlutun þar sem líklegt er að erfiða hegðunin aukist tíma- bundið áður en dregur úr henni. Einnig gæti nemandinn leitað annarra leiða til að fá þörfum sínum mætt og farið að sýna aðra óæskilega hegðun sem þjónar sama tilgangi og hin fyrri (Alberto og Troutman, 2009). Því ætti aðeins að nota slokknun samhliða markvissri styrkingu á æskilegri hegðun, sem er mikilvægasti liðurinn í stuðningsáætlun (Sprague og Golly, 2004/2008; Yell, Meadows, Drasgow og Shriner, 2009). Í mismunastyrkingu (e. differential reinforcement) fer þetta tvennt saman, en þá er slokknun beitt á óæski- lega hegðun og styrking notuð til að auka æskilega hegðun (Alberto og Troutman, 2009). Lykilatriði við að draga úr hegðunarerf- iðleikum er að styrkja æskilega hegðun með jákvæðri athygli. Líklegt er að nem- endur með hegðunarerfiðleika fái mun meiri athygli fyrir óæskilega hegðun en æskilega. Þar sem félagsleg athygli er ein af grunnþörfum barna er hætta á að nem- endur festist í því að sýna óæskilega hegð- un ef henni er veitt meiri athygli. Þessu er mikilvægt að snúa við með því að beina meiri athygli að viðeigandi hegðun nem- enda með hegðunarerfiðleika. Ein kerfis- bundin leið til þess er hvatningarkerfi sem felur í sér skýra lýsingu á viðeigandi hegð- un við tilteknar aðstæður, tíða viðgjöf (e. feedback) um það hvort hegðun er í sam- ræmi við væntingar og hæfileg skamm-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164
Blaðsíða 165
Blaðsíða 166
Blaðsíða 167
Blaðsíða 168
Blaðsíða 169
Blaðsíða 170
Blaðsíða 171
Blaðsíða 172
Blaðsíða 173
Blaðsíða 174
Blaðsíða 175
Blaðsíða 176
Blaðsíða 177
Blaðsíða 178
Blaðsíða 179
Blaðsíða 180
Blaðsíða 181
Blaðsíða 182

x

Tímarit um menntarannsóknir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit um menntarannsóknir
https://timarit.is/publication/1140

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.