Tímarit um menntarannsóknir - 01.06.2012, Blaðsíða 156
156
Guðrún Björg Ragnarsdóttir og Anna-Lind Pétursdóttir
kennara eða erfiðum verkefnum. Þá er
talað um að hegðun sé neikvætt styrkt
þar sem hlé verður á einhverju óþægilegu
í kjölfar hegðunar sem eykur líkur á að
hún verði endurtekin við sömu aðstæður.
Ef til dæmis nemanda sem sýnir mótþróa
við verkefnavinnu er vísað úr kennslu-
stund aukast líkur á því að hann endur-
taki truflandi hegðun við sömu aðstæður
til að sleppa við verkefni. Tilgátan um til-
gang erfiðu hegðunarinnar ásamt öðrum
upplýsingum úr virknimatinu nýtist beint
við ákvörðun um íhlutun, svo sem ein-
staklingsmiðaða stuðningsáætlun. Rann-
sóknir hafa sýnt að íhlutun sem byggist á
virknimati skilar betri árangri en íhlutun
án virknimats (Newcomer og Lewis, 2004).
Einstaklingsmiðuð stuðningsáætlun
Einstaklingsmiðuð stuðningsáætlun felur
í sér margþætta íhlutun sem beinist að
áhrifaþáttum hinnar erfiðu hegðunar
(O‘Neill o.fl., 1997). Í fyrsta lagi þarf að
taka tillit til þeirra bakgrunnsáhrifavalda
sem gætu ýtt undir erfiða hegðun. Ef til
dæmis nemandi sýnir frekar mótþróa
þegar hann er þreyttur þarf að huga að
leiðum til að draga úr þreytu. Í öðru lagi
ætti stuðningsáætlun að fela í sér fyrir-
byggjandi breytingar á aðdraganda óæski-
legu hegðunarinnar. Ef til dæmis löng og
flókin verkefni kveikja erfiða hegðun þarf
að finna leiðir til að stytta þau eða ein-
falda. Í þriðja lagi felur stuðningsáætlun
í sér beina þjálfun í æskilegri hegðun,
eins og að rétta upp hönd og bíða þar til
röðin kemur að manni. Í fjórða lagi verður
stuðningsáætlun að breyta þeim afleið-
ingum sem viðhalda óæskilegri hegðun.
Bæði þarf að huga að styrkingu viðeig-
andi hegðunar og því hvernig styrkingu
hinnar óæskilegu hegðunar er hætt með
slokknun (e. extinction). Slokknun ein og
sér er mjög vandmeðfarin íhlutun þar sem
líklegt er að erfiða hegðunin aukist tíma-
bundið áður en dregur úr henni. Einnig
gæti nemandinn leitað annarra leiða til að
fá þörfum sínum mætt og farið að sýna
aðra óæskilega hegðun sem þjónar sama
tilgangi og hin fyrri (Alberto og Troutman,
2009). Því ætti aðeins að nota slokknun
samhliða markvissri styrkingu á æskilegri
hegðun, sem er mikilvægasti liðurinn
í stuðningsáætlun (Sprague og Golly,
2004/2008; Yell, Meadows, Drasgow og
Shriner, 2009). Í mismunastyrkingu (e.
differential reinforcement) fer þetta tvennt
saman, en þá er slokknun beitt á óæski-
lega hegðun og styrking notuð til að auka
æskilega hegðun (Alberto og Troutman,
2009).
Lykilatriði við að draga úr hegðunarerf-
iðleikum er að styrkja æskilega hegðun
með jákvæðri athygli. Líklegt er að nem-
endur með hegðunarerfiðleika fái mun
meiri athygli fyrir óæskilega hegðun en
æskilega. Þar sem félagsleg athygli er ein
af grunnþörfum barna er hætta á að nem-
endur festist í því að sýna óæskilega hegð-
un ef henni er veitt meiri athygli. Þessu er
mikilvægt að snúa við með því að beina
meiri athygli að viðeigandi hegðun nem-
enda með hegðunarerfiðleika. Ein kerfis-
bundin leið til þess er hvatningarkerfi sem
felur í sér skýra lýsingu á viðeigandi hegð-
un við tilteknar aðstæður, tíða viðgjöf (e.
feedback) um það hvort hegðun er í sam-
ræmi við væntingar og hæfileg skamm-