Tímarit um menntarannsóknir - 01.06.2012, Blaðsíða 146
146
Hafdís Guðjónsdóttir og Jóhanna Karlsdóttir
mikilvægt að nemendur sæki sinn heima-
skóla né að þeir eigi kost á kennslu í al-
mennri bekkjardeild (Amalía Björnsdóttir,
2011). Ef þetta eru viðhorf þeirra sem eiga
að styðja kennaranema við að tengja kenn-
ingar við framkvæmd má búast við að nám
í háskóla stangist á við viðhorf í grunnskól-
anum. Eins og Anna Kristín Sigurðardóttir
(2011) bendir á þurfa kennaramenntunar-
stofnanir og samstarfsskólar þeirra að vera
samstíga í viðhorfum og vinnubrögðum
skóla án aðgreiningar, annars er hætta á
að kennaranemar nái ekki að tileinka sér
vinnubrögð og viðhorf þeirrar stefnu.
Í grunnnámi í leikskólakennarafræðum
er tíu eininga námskeið sem fjallar um
skóla án aðgreiningar og er skyldunám-
skeið fyrir alla. Þar fá nemendur heildar-
mynd og tækifæri til að tengja saman hug-
myndafræði og framkvæmd, gildi og við-
horf sem eflir þá sem fagmenn og þátttak-
endur í þróun skóla án aðgreiningar. Þetta
námskeið hefur verið skyldunámskeið
á brautinni í meira en áratug og sýnir að
stefnunni um skóla án aðgreiningar hefur
verið fylgt eftir þar.
Eins og sjá má af niðurstöðum er í lýs-
ingum á mörgum námskeiðum gert ráð
fyrir að nemendur fjalli um það hvernig
þeir geti mætt þörfum allra nemenda,
hvernig þeir geti aðlagað eða einstaklings-
miðað nám og kennslu. Þeir kynnast
sveigjanlegum og fjölbreyttum kennslu-
háttum og fá undirbúning til að kenna
fjölbreyttum nemendahópum. Um leið og
þessar áherslur gefa vonir verður að setja
fyrirvara við þær. Það getur verið að kenn-
aranemar átti sig ekki á því hvernig nýta
beri námskeið og inntak þess til að vinna
með fjölbreyttum nemendahópum í skóla
án aðgreiningar ef hugmyndafræði og inn-
tak námskeiðsins er ekki tengt á einhvern
máta. Skóli án aðgreiningar byggist meðal
annars á gildum jafnréttis, réttlætis, lýð-
ræðis og mannréttinda. Þetta eru stór hug-
tök og þeim verða varla gerð almennileg
skil í einstaka fyrirlestrum. Þau þurfa að
vera samofin námsferli kennaranema og
uppistaða námsins, ásamt umfjöllun um
gildi eins og heiðarleika, traust, réttindi,
skyldur, hugrekki, kærleika, von, fegurð
og gleði (Booth, 2005). Erfitt var að átta sig
á því hvernig unnið er með þessi gildi í
kennaranámi MVS HÍ.
Í fimm ára kennaranámi MVS HÍ hefur
námskeið um skóla án aðgreiningar verið
sett í kjarna grunnskólakennaranáms-
ins en þrátt fyrir það er nauðsynlegt að
velta fyrir sér fleiri leiðum til að taka á
þessu mikilvæga málefni. Eins og komið
hefur fram var í mörgum námskeiðum
lögð áhersla á að búa kennaranema undir
kennslu í fjölbreyttum nemendahópum
þar sem taka þyrfti tillit til náms- og félags-
þarfa allra nemenda. Þörf er á að háskóla-
kennarar sem sinna þessum málum vinni
saman og samþætti markmið, inntak og
vinnubrögð. Einnig skiptir máli að kenn-
aramenntastofnanir vinni markvisst með
samstarfsskólum vettvangsnáms til að
kennaranemar tengi fræði og framkvæmd
og geti þróað fagmennsku sína allt frá
upphafi grunnnáms og áfram í kennara-
starfi í framtíðinni.
Lokaorð
Í þessari grein hefur fyrst og fremst verið
fjallað um grunnnám kennara við MVS
HÍ árin 2009–2012. Erfitt er að sjá að