Tímarit um menntarannsóknir - 01.06.2012, Page 146

Tímarit um menntarannsóknir - 01.06.2012, Page 146
146 Hafdís Guðjónsdóttir og Jóhanna Karlsdóttir mikilvægt að nemendur sæki sinn heima- skóla né að þeir eigi kost á kennslu í al- mennri bekkjardeild (Amalía Björnsdóttir, 2011). Ef þetta eru viðhorf þeirra sem eiga að styðja kennaranema við að tengja kenn- ingar við framkvæmd má búast við að nám í háskóla stangist á við viðhorf í grunnskól- anum. Eins og Anna Kristín Sigurðardóttir (2011) bendir á þurfa kennaramenntunar- stofnanir og samstarfsskólar þeirra að vera samstíga í viðhorfum og vinnubrögðum skóla án aðgreiningar, annars er hætta á að kennaranemar nái ekki að tileinka sér vinnubrögð og viðhorf þeirrar stefnu. Í grunnnámi í leikskólakennarafræðum er tíu eininga námskeið sem fjallar um skóla án aðgreiningar og er skyldunám- skeið fyrir alla. Þar fá nemendur heildar- mynd og tækifæri til að tengja saman hug- myndafræði og framkvæmd, gildi og við- horf sem eflir þá sem fagmenn og þátttak- endur í þróun skóla án aðgreiningar. Þetta námskeið hefur verið skyldunámskeið á brautinni í meira en áratug og sýnir að stefnunni um skóla án aðgreiningar hefur verið fylgt eftir þar. Eins og sjá má af niðurstöðum er í lýs- ingum á mörgum námskeiðum gert ráð fyrir að nemendur fjalli um það hvernig þeir geti mætt þörfum allra nemenda, hvernig þeir geti aðlagað eða einstaklings- miðað nám og kennslu. Þeir kynnast sveigjanlegum og fjölbreyttum kennslu- háttum og fá undirbúning til að kenna fjölbreyttum nemendahópum. Um leið og þessar áherslur gefa vonir verður að setja fyrirvara við þær. Það getur verið að kenn- aranemar átti sig ekki á því hvernig nýta beri námskeið og inntak þess til að vinna með fjölbreyttum nemendahópum í skóla án aðgreiningar ef hugmyndafræði og inn- tak námskeiðsins er ekki tengt á einhvern máta. Skóli án aðgreiningar byggist meðal annars á gildum jafnréttis, réttlætis, lýð- ræðis og mannréttinda. Þetta eru stór hug- tök og þeim verða varla gerð almennileg skil í einstaka fyrirlestrum. Þau þurfa að vera samofin námsferli kennaranema og uppistaða námsins, ásamt umfjöllun um gildi eins og heiðarleika, traust, réttindi, skyldur, hugrekki, kærleika, von, fegurð og gleði (Booth, 2005). Erfitt var að átta sig á því hvernig unnið er með þessi gildi í kennaranámi MVS HÍ. Í fimm ára kennaranámi MVS HÍ hefur námskeið um skóla án aðgreiningar verið sett í kjarna grunnskólakennaranáms- ins en þrátt fyrir það er nauðsynlegt að velta fyrir sér fleiri leiðum til að taka á þessu mikilvæga málefni. Eins og komið hefur fram var í mörgum námskeiðum lögð áhersla á að búa kennaranema undir kennslu í fjölbreyttum nemendahópum þar sem taka þyrfti tillit til náms- og félags- þarfa allra nemenda. Þörf er á að háskóla- kennarar sem sinna þessum málum vinni saman og samþætti markmið, inntak og vinnubrögð. Einnig skiptir máli að kenn- aramenntastofnanir vinni markvisst með samstarfsskólum vettvangsnáms til að kennaranemar tengi fræði og framkvæmd og geti þróað fagmennsku sína allt frá upphafi grunnnáms og áfram í kennara- starfi í framtíðinni. Lokaorð Í þessari grein hefur fyrst og fremst verið fjallað um grunnnám kennara við MVS HÍ árin 2009–2012. Erfitt er að sjá að
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178
Page 179
Page 180
Page 181
Page 182

x

Tímarit um menntarannsóknir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit um menntarannsóknir
https://timarit.is/publication/1140

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.