Tímarit um menntarannsóknir - 01.06.2012, Blaðsíða 100
100
1. Hverjar eru væntingar barnanna til
grunnskólagöngunnar?
2. Hvernig líta börnin á þann undirbún-
ing undir grunnskólann sem fram fer í
leikskólanum?
Aðferð
Rannsóknin sem hér er kynnt er hluti af
stærra rannsóknarverkefni sem unnið var
með elstu börnunum í tveimur leikskólum
í Reykjavík á vormisseri 2011. Sótt var um
leyfi fyrir rannsókninni hjá Leikskólasviði
Reykjavíkurborgar, leikskólastjórum og
foreldrum barnanna. Allir samþykktu
fyrir sitt leyti nema foreldrar eins barns.
Þá var rannsóknin kynnt fyrir börnunum
og leitað eftir samþykki þeirra.
Þegar leitað er eftir samþykki barna
fyrir þátttöku í rannsóknum er að ýmsu að
hyggja. Mikilvægt er að nota aðferðir sem
börnin skilja til að upplýsa þau um rann-
sóknina. Jafnframt er mikilvægt að átta sig
á því að ýmsar ástæður geta verið fyrir því
að börn samþykki þátttöku, m.a. valda-
ójafnvægi milli fullorðins rannsakanda og
barns. Rannsakandinn þarf að vera vak-
andi fyrir þeim skilaboðum, sem börnin
gefa, með eða án orða, um áhuga sinn á
þátttöku og fyrir óskum um að hætta þátt-
töku (Dockett, Jóhanna Einarsdóttir og
Perry, 2009, 2011; Dockett og Perry, 2011;
Harcourt og Conroy, 2011). Góð tengsl og
samskipti milli barna og rannsakanda,
sem einkennast af virðingu og trausti, eru
grundvallaratriði ef barnið á að vera sátt
við nærveru rannsakandans (Cocks, 2006;
Jóhanna Einarsdóttir, 2006). Í þessari rann-
sókn höfðu rannsakendur útbúið bækling
með myndum þar sem lýst var hvað fælist
í þátttöku í rannsókninni. Tveir meistara-
nemar, sem höfðu áður kynnst börnunum,
sáu að mestu um gagnaöflunina. Þeir fóru
í gegnum bæklinginn og upplýstu börnin
um val þeirra um að taka þátt í rann-
sókninni eður ei og hætta þátttöku þegar
þau vildu. Öll börnin samþykktu að taka
þátt í rannsókninni og skráðu nafnið sitt
eða upphafsstaf aftast í bæklinginn en eitt
barnið hafði ekki áhuga, þegar til kastanna
kom, og dró sig því út úr rannsókninni.
Þátttakendur voru því 32 börn á aldrinum
fimm til sex ára.
Gagnaöflun
Í kjölfar vitundarvakningar um rétt barna
til að hafa áhrif á eigið líf og mikilvægi
þess að taka mið af sjónarmiðum þeirra
hafa aðferðir sem byggjast á þátttöku
barna verið notaðar í rannsóknum með
börnum. Mósaíkaðferðin, sem þróuð var
í Bretlandi af þeim Alison Clark og Peter
Moss í kringum síðustu aldamót, ruddi
brautina og vakti strax mikla athygli. Þau
notuðu margar aðferðir (t.d. ljósmyndir,
teikningar, viðtöl og kortagerð) sem þau
blönduðu saman til að fá fram sjónarmið
ungra barna á umhverfi sitt (Clark og
Moss, 2001). Í kjölfarið hafa fjölbreyttar
aðferðir, sem byggjast á hæfni barna og
áhuga, verið þróaðar víða.
Í þessari rannsókn var meginaðferðin
við að afla gagna viðtöl þar sem gengið
var út frá ljósmyndum sem börnin tóku
sjálf. Börnin fengu til umráða í sjö til tíu
daga einnota myndavélar með möguleika
á tuttugu myndum. Fjögur til fimm börn
fengu myndavélarnar í einu og var þeim
Jóhanna Einarsdóttir