Tímarit um menntarannsóknir - 01.06.2012, Síða 100

Tímarit um menntarannsóknir - 01.06.2012, Síða 100
100 1. Hverjar eru væntingar barnanna til grunnskólagöngunnar? 2. Hvernig líta börnin á þann undirbún- ing undir grunnskólann sem fram fer í leikskólanum? Aðferð Rannsóknin sem hér er kynnt er hluti af stærra rannsóknarverkefni sem unnið var með elstu börnunum í tveimur leikskólum í Reykjavík á vormisseri 2011. Sótt var um leyfi fyrir rannsókninni hjá Leikskólasviði Reykjavíkurborgar, leikskólastjórum og foreldrum barnanna. Allir samþykktu fyrir sitt leyti nema foreldrar eins barns. Þá var rannsóknin kynnt fyrir börnunum og leitað eftir samþykki þeirra. Þegar leitað er eftir samþykki barna fyrir þátttöku í rannsóknum er að ýmsu að hyggja. Mikilvægt er að nota aðferðir sem börnin skilja til að upplýsa þau um rann- sóknina. Jafnframt er mikilvægt að átta sig á því að ýmsar ástæður geta verið fyrir því að börn samþykki þátttöku, m.a. valda- ójafnvægi milli fullorðins rannsakanda og barns. Rannsakandinn þarf að vera vak- andi fyrir þeim skilaboðum, sem börnin gefa, með eða án orða, um áhuga sinn á þátttöku og fyrir óskum um að hætta þátt- töku (Dockett, Jóhanna Einarsdóttir og Perry, 2009, 2011; Dockett og Perry, 2011; Harcourt og Conroy, 2011). Góð tengsl og samskipti milli barna og rannsakanda, sem einkennast af virðingu og trausti, eru grundvallaratriði ef barnið á að vera sátt við nærveru rannsakandans (Cocks, 2006; Jóhanna Einarsdóttir, 2006). Í þessari rann- sókn höfðu rannsakendur útbúið bækling með myndum þar sem lýst var hvað fælist í þátttöku í rannsókninni. Tveir meistara- nemar, sem höfðu áður kynnst börnunum, sáu að mestu um gagnaöflunina. Þeir fóru í gegnum bæklinginn og upplýstu börnin um val þeirra um að taka þátt í rann- sókninni eður ei og hætta þátttöku þegar þau vildu. Öll börnin samþykktu að taka þátt í rannsókninni og skráðu nafnið sitt eða upphafsstaf aftast í bæklinginn en eitt barnið hafði ekki áhuga, þegar til kastanna kom, og dró sig því út úr rannsókninni. Þátttakendur voru því 32 börn á aldrinum fimm til sex ára. Gagnaöflun Í kjölfar vitundarvakningar um rétt barna til að hafa áhrif á eigið líf og mikilvægi þess að taka mið af sjónarmiðum þeirra hafa aðferðir sem byggjast á þátttöku barna verið notaðar í rannsóknum með börnum. Mósaíkaðferðin, sem þróuð var í Bretlandi af þeim Alison Clark og Peter Moss í kringum síðustu aldamót, ruddi brautina og vakti strax mikla athygli. Þau notuðu margar aðferðir (t.d. ljósmyndir, teikningar, viðtöl og kortagerð) sem þau blönduðu saman til að fá fram sjónarmið ungra barna á umhverfi sitt (Clark og Moss, 2001). Í kjölfarið hafa fjölbreyttar aðferðir, sem byggjast á hæfni barna og áhuga, verið þróaðar víða. Í þessari rannsókn var meginaðferðin við að afla gagna viðtöl þar sem gengið var út frá ljósmyndum sem börnin tóku sjálf. Börnin fengu til umráða í sjö til tíu daga einnota myndavélar með möguleika á tuttugu myndum. Fjögur til fimm börn fengu myndavélarnar í einu og var þeim Jóhanna Einarsdóttir
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151
Síða 152
Síða 153
Síða 154
Síða 155
Síða 156
Síða 157
Síða 158
Síða 159
Síða 160
Síða 161
Síða 162
Síða 163
Síða 164
Síða 165
Síða 166
Síða 167
Síða 168
Síða 169
Síða 170
Síða 171
Síða 172
Síða 173
Síða 174
Síða 175
Síða 176
Síða 177
Síða 178
Síða 179
Síða 180
Síða 181
Síða 182

x

Tímarit um menntarannsóknir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit um menntarannsóknir
https://timarit.is/publication/1140

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.