Tímarit um menntarannsóknir - 01.06.2012, Blaðsíða 53
53
Kennaraskólinn í Nääs og fyrstu íslensku nemendur hans í uppeldismiðaðri smíðakennslu
aður eitthvað utangátta við lífið. Enda er markmið
hans annað en heimilisiðnaðarins. Hann er líka að
því leyti óskyldur heimilisiðnaði, að hann er alls
staðar eins, sömu fyrirmyndirnar eru notaðar víða
(Sigrún P. Blöndal, 1929, bls. 81).
Sigrún gagnrýnir einnig aðgreiningu
bóknáms og verknáms í skólum og lítur á
heimilisiðnaðinn sem gamla íslenska upp-
eldisaðferð:
Hann hefur átt mikinn þátt í uppeldi æskulýðsins
í landinu, og ef hann skyldi leggjast niður, eru ís-
lensk sveitabörn þar með rænd uppeldisáhrifum,
sem líkamleg störf, og þá líka heimilisiðnaður,
geta ein veitt. Í stað handlagni, vinnugleði, skap-
andi ímyndunarafls, iðjusemi og nægjusemi og
síðast en ekki síst námfýsi, sem oft var ávöxtur
hins gamla, íslenska uppeldis [...]. Sami skarpi
aðskilnaðurinn eins og í lífinu hefur átt sér stað
í skólunum. Þar hefur líka verið greint milli verk-
legs og bóklegs náms, til stórtjóns fyrir báða parta.
Um hina bóklegu skólamenntun og veilur hennar
hefur sennilega enginn skrifað betur en Stephan
G. Stephansson:
En í skólum út um lönd
er sú menntun boðin.
Fátt er skeytt um hjarta og hönd
hausinn út er troðinn
(Sigrún P. Blöndal, 1929, bls. 80–81).
Ólafur Friðriksson skrifar einnig í Eim-
reiðina 1910. Hann telur skólaiðnaðinn vel
til þess fallinn að efla íslenska þjóðmenn-
ingu, en telur þó hið hagnýta gildi hans
mikilvægara en það uppeldislega:
Helsta skilyrði þess, að þjóðmenning aukist, er að
þjóðfélagið framleiði meira en það eyðir. En það
er hæpið, að það geri vort íslenska þjóðfélag, sem
stendur. Ég tel því búnaðarskóla þarflegri en há-
skóla. Þarflegra er að kenna skólaiðnað (slöjd) í
barnaskólunum, en margt, sem nú er kennt. Og
það er meira vegna hins verklega (praktíska) en
hins menntandi árangurs (Ólafur Friðriksson,
1910, bls. 169–170).
Skólasmíði átti erfitt uppdráttar í
barnaskólum á Íslandi, þrátt fyrir nokkra
menntun kennara. Bent var á að fyrir hið
hagnýta gildi heimilisiðnaðarins gæti hann
orðið mun áhugaverðari áhersla í almennu
skólastarfi (Kennaraskólinn í Reykjavík
1923; 1931; 1940). Sumir álitu einnig að efl-
ing þjóðlegs heimilisiðnaðar gæti skapað
arðsamar handverksgreinar, svo sem að
selja ferðamönnum minjagripi, og gætu
gert mönnun kleift að búa áfram í sveitum,
þrátt fyrir breytingar á þjóðfélagsgerðinni
(Áslaug Sverrisdóttir, 2011). Má sjá þessar
tilhneigingar birtast bæði í tilhögun á
handavinnukennslu Kennaraskóla Íslands
eftir 1922 og í Barnaskóla Reykjavíkur
eftir 1920. Í Kennaraskóla Íslands var sú
breyting gerð árið 1922 að skólasmíði og
handavinnukennsla kvenna var lögð niður
og í stað þess tekin upp kennsla í heimilis-
iðnaði sem Halldóra Bjarnadóttir, fyrrum
skólastjóri á Akureyri, hafði með höndum
í átta ár, eða til ársins 1930 (Gunnar M.
Magnúss, 1939).
Í skýrslu um starfsemi Kennaraskólans
árið 1922–1923 segir svo um breytingu á
handavinnukennslunni eftir að Halldóra
tók við henni: „Á nú að reyna, hvort þessi
tegund handavinnu gefist betur.“ Piltum
og stúlkum voru ætluð svipuð verkefni í
fyrsta og öðrum bekk. Var unnið að bast-
og tágavinnu, útsögun, viðgerðum, bók-
bandi, rammagerð, prjóni og pappírsvinnu
o.fl. (Gunnar M. Magnúss, 1939). Einnig
var heimilisiðnaður kenndur í Barnaskóla
Akureyrar í upphafi 19. aldar (Vilhjálmur
S. Vilhjálmsson, 1960).
Smám sama laut heimilisiðnaðaráhersl-
an þó í lægra haldi fyrir hinum menntandi
sjónarmiðum Salomons og nýjar námskrár
byggðust upp í anda hans.