Tímarit um menntarannsóknir - 01.06.2012, Side 53

Tímarit um menntarannsóknir - 01.06.2012, Side 53
53 Kennaraskólinn í Nääs og fyrstu íslensku nemendur hans í uppeldismiðaðri smíðakennslu aður eitthvað utangátta við lífið. Enda er markmið hans annað en heimilisiðnaðarins. Hann er líka að því leyti óskyldur heimilisiðnaði, að hann er alls staðar eins, sömu fyrirmyndirnar eru notaðar víða (Sigrún P. Blöndal, 1929, bls. 81). Sigrún gagnrýnir einnig aðgreiningu bóknáms og verknáms í skólum og lítur á heimilisiðnaðinn sem gamla íslenska upp- eldisaðferð: Hann hefur átt mikinn þátt í uppeldi æskulýðsins í landinu, og ef hann skyldi leggjast niður, eru ís- lensk sveitabörn þar með rænd uppeldisáhrifum, sem líkamleg störf, og þá líka heimilisiðnaður, geta ein veitt. Í stað handlagni, vinnugleði, skap- andi ímyndunarafls, iðjusemi og nægjusemi og síðast en ekki síst námfýsi, sem oft var ávöxtur hins gamla, íslenska uppeldis [...]. Sami skarpi aðskilnaðurinn eins og í lífinu hefur átt sér stað í skólunum. Þar hefur líka verið greint milli verk- legs og bóklegs náms, til stórtjóns fyrir báða parta. Um hina bóklegu skólamenntun og veilur hennar hefur sennilega enginn skrifað betur en Stephan G. Stephansson: En í skólum út um lönd er sú menntun boðin. Fátt er skeytt um hjarta og hönd hausinn út er troðinn (Sigrún P. Blöndal, 1929, bls. 80–81). Ólafur Friðriksson skrifar einnig í Eim- reiðina 1910. Hann telur skólaiðnaðinn vel til þess fallinn að efla íslenska þjóðmenn- ingu, en telur þó hið hagnýta gildi hans mikilvægara en það uppeldislega: Helsta skilyrði þess, að þjóðmenning aukist, er að þjóðfélagið framleiði meira en það eyðir. En það er hæpið, að það geri vort íslenska þjóðfélag, sem stendur. Ég tel því búnaðarskóla þarflegri en há- skóla. Þarflegra er að kenna skólaiðnað (slöjd) í barnaskólunum, en margt, sem nú er kennt. Og það er meira vegna hins verklega (praktíska) en hins menntandi árangurs (Ólafur Friðriksson, 1910, bls. 169–170). Skólasmíði átti erfitt uppdráttar í barnaskólum á Íslandi, þrátt fyrir nokkra menntun kennara. Bent var á að fyrir hið hagnýta gildi heimilisiðnaðarins gæti hann orðið mun áhugaverðari áhersla í almennu skólastarfi (Kennaraskólinn í Reykjavík 1923; 1931; 1940). Sumir álitu einnig að efl- ing þjóðlegs heimilisiðnaðar gæti skapað arðsamar handverksgreinar, svo sem að selja ferðamönnum minjagripi, og gætu gert mönnun kleift að búa áfram í sveitum, þrátt fyrir breytingar á þjóðfélagsgerðinni (Áslaug Sverrisdóttir, 2011). Má sjá þessar tilhneigingar birtast bæði í tilhögun á handavinnukennslu Kennaraskóla Íslands eftir 1922 og í Barnaskóla Reykjavíkur eftir 1920. Í Kennaraskóla Íslands var sú breyting gerð árið 1922 að skólasmíði og handavinnukennsla kvenna var lögð niður og í stað þess tekin upp kennsla í heimilis- iðnaði sem Halldóra Bjarnadóttir, fyrrum skólastjóri á Akureyri, hafði með höndum í átta ár, eða til ársins 1930 (Gunnar M. Magnúss, 1939). Í skýrslu um starfsemi Kennaraskólans árið 1922–1923 segir svo um breytingu á handavinnukennslunni eftir að Halldóra tók við henni: „Á nú að reyna, hvort þessi tegund handavinnu gefist betur.“ Piltum og stúlkum voru ætluð svipuð verkefni í fyrsta og öðrum bekk. Var unnið að bast- og tágavinnu, útsögun, viðgerðum, bók- bandi, rammagerð, prjóni og pappírsvinnu o.fl. (Gunnar M. Magnúss, 1939). Einnig var heimilisiðnaður kenndur í Barnaskóla Akureyrar í upphafi 19. aldar (Vilhjálmur S. Vilhjálmsson, 1960). Smám sama laut heimilisiðnaðaráhersl- an þó í lægra haldi fyrir hinum menntandi sjónarmiðum Salomons og nýjar námskrár byggðust upp í anda hans.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164
Side 165
Side 166
Side 167
Side 168
Side 169
Side 170
Side 171
Side 172
Side 173
Side 174
Side 175
Side 176
Side 177
Side 178
Side 179
Side 180
Side 181
Side 182

x

Tímarit um menntarannsóknir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit um menntarannsóknir
https://timarit.is/publication/1140

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.