Tímarit um menntarannsóknir - 01.06.2012, Blaðsíða 166

Tímarit um menntarannsóknir - 01.06.2012, Blaðsíða 166
166 Guðrún Björg Ragnarsdóttir og Anna-Lind Pétursdóttir vikur. Ætíð var notuð sama útgáfa stuðn- ingsáætlunar eftir frí og notuð var síðustu daga fyrir frí. Í ferlinu kom aðeins einu sinni fyrir að lækka þurfti viðmið um frammistöðu milli stuðningsáætlana. Það var gert í kjölfar hlés á íhlutun Einars vegna lyfjabreytinga, sem reyndust Einari erfiðar. Einnig tók annar sérkennari við framkvæmd íhlutun- ar, sem Einar var ekki sáttur við. Því þótti ráðlegt að lækka viðmiðin í stuðningsáætl- uninni til að hann ætti meiri möguleika á að ná markmiðum þrátt fyrir aukna erfið- leika. Framkvæmd stuðningsáætlana var í höndum umsjónarkennara þátttakenda með hliðsjón af skriflegum leiðbeiningum og undir handleiðslu fyrri höfundar. Fram- kvæmdin var metin af fyrri höfundi sam- hliða mælingum á hegðun þátttakenda og með því að athuga skráningar kennara í hvatningarbækurnar. Meðan á rannsókn stóð hélt fyrri höfundur fundi með kenn- urum þátttakenda til að ræða gang mála og næstu skref í stuðningsáætlunum. Fyrri höfundur tók einnig óformlega við ábendingum frá starfsfólki skóla meðan á rannsókninni stóð og tók mið af þeim við næstu útgáfu stuðningsáætlana. Rannsóknarsnið Til að meta áhrif stuðningsáætlana á truflandi hegðun þátttakanda var notað einliða snið með margföldum grunnskeið- um. Einliðasnið (e. single-subject experi- mental design) er megindleg rannsókn- araðferð þar sem hegðun eða líðan ein- staklings er borin saman í mismunandi aðstæðum með endurteknum mælingum (Guðrún Árnadóttir og Þorlákur Karlsson, 2003; Kazdin, 2011). Í margföldu grunn- skeiðssniði (e. multiple baseline design) eru áhrif íhlutunar (B) metin endurtekið með samanburði við grunnskeiðsmæling- ar (A) hvers þátttakanda og annarra þátt- takenda. Þegar íhlutun hefur sýnt jákvæð áhrif hjá fyrsta þátttakanda lýkur grunn- skeiðsmælingum hjá næsta þátttakanda og íhlutun hefst hjá honum og svo koll af kolli þar til íhlutun er komin í framkvæmd fyrir alla þátttakendur (Kazdin, 2011). Aðlagaðar áhrifsstærðir (e. adjusted effect size) voru reiknaðar til að meta mun milli grunnskeiðs- og íhlutunarskeiða sem hlutfall af sameinuðu (e. pooled) staðalfrá- viki beggja skeiða. Notuð var reikniregla Rosenthal (1994) þar sem tekið er mið af sjálffylgni (e. autocorrelation) milli endur- tekinna mælinga sem gerir útkomuna sambærilega við Cohen´s d (Cohen, 1988; Riley-Tillman og Burns, 2009). Við útreikn- ing áhrifsstærða voru notaðar síðustu þrjár mælingar skeiðanna til að hafa jafnan fjölda mælinga í samanburði fyrir og eftir íhlutun (sjá Swanson og Sachse-Lee, 2000). Niðurstöður Hér verður lýst áhrifum einstaklingsmið- aðra stuðningsáætlana með stighækkandi viðmiðum um frammistöðu á truflandi hegðun hvers þátttakanda fyrir sig. 1. mynd sýnir niðurstöðurnar með marg- földu grunnskeiðssniði þar sem bornar eru saman mælingar á truflandi hegðun þátt- takenda fyrir íhlutun (A), meðan á íhlutun stóð (B1-B17) og þegar hvatningarkerfi var ekki í notkun (B0).
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164
Blaðsíða 165
Blaðsíða 166
Blaðsíða 167
Blaðsíða 168
Blaðsíða 169
Blaðsíða 170
Blaðsíða 171
Blaðsíða 172
Blaðsíða 173
Blaðsíða 174
Blaðsíða 175
Blaðsíða 176
Blaðsíða 177
Blaðsíða 178
Blaðsíða 179
Blaðsíða 180
Blaðsíða 181
Blaðsíða 182

x

Tímarit um menntarannsóknir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit um menntarannsóknir
https://timarit.is/publication/1140

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.