Tímarit um menntarannsóknir - 01.06.2012, Blaðsíða 98
98
ung börn hafi frelsi til að tjá skoðanir sínar
og réttindi til þess að hafa áhrif á málefni
sem þau varða (United Nations, 2005).
Barnasáttmálinn hefur haft gríðarleg áhrif
um allan heim á stefnumótun í mennta-
málum, starfshætti í skólum og ekki síst
rannsóknir með börnum.
Bernskurannsóknir taka einnig mið af
síðtímahugmyndum um börn og bernsk-
una þar sem hugtökin margbreytileiki,
sérstaða og óregluleiki eru í öndvegi. Hug-
myndum um börn sem góð eða slæm eða
sem óskrifað blað er hafnað og sömuleiðis
þeim hugmyndum að börn feti fyrir fram
ákveðin þroskastig (Jóhanna Einarsdóttir,
2008; Mills, 2000). Sett eru spurningar-
merki við algildar (e. universal) hugmynd-
ir um börn og flokkun á börnum í eðlileg
eða ekki eðlileg (Albon, 2011; Elkind,
1997). Þess í stað er lögð áhersla á styrk-
leika barna og hæfni til að vera virk í eigin
lífi. Litið er á börn sem hluta af og þátttak-
endur í samfélaginu og virka þátttakendur
í sköpun menningar og þekkingar. Þau eru
talin sérfróð um eigið líf og fær um að láta
í ljós skoðanir sínar, fyrirætlanir og sjón-
armið (Dahlberg, Moss og Pence, 2007).
Nátengdar síðtímahugmyndum mennt-
unarfræðinnar eru hugmyndir sem falla
undir félagsfræði bernskunnar (e. socio-
logy of childhood). Þar er megináherslan
á bernskuna sem félagslega mótaða og
sjónum beint að samskiptum barna sín á
milli og við umhverfi sitt en ekki á barnið
sem einstakling. Áhersla er lögð á börn
sem gerendur í eigin lífi og á þátt þeirra í
þróun og breytingum á samfélaginu. Litið
er á samskipti barna og menningu sem
áhugavert rannsóknarefni út frá þeirra
eigin forsendum, óháð sjónarmiðum full-
orðinna (Corsaro, 1997; James og Prout,
1990; Jenks, 2004).
Tengsl leikskóla og grunnskóla
Í flestum vestrænum samfélögum er menn-
ing grunnskólans, námskrá, kennsluað-
ferðir og umhverfi frábrugðið leikskól-
anum. Rannsóknir benda til þess að það
hvernig til tekst með tengsl skólastiganna
og samfellu í námi barna geti haft afger-
andi áhrif á áframhaldandi gengi þeirra í
skóla (Alexander og Entwisle, 1998; Bro-
ström, 2005; Dockett, Perry o.fl., 2011).
Félagslegt umhverfi barna, þar með
talinn leikskólinn, eldri börn og for-
eldrar, býr þau með ýmsum hætti undir
þær breytingar að fara úr leikumhverfi
leikskólans í formlegt nám grunnskól-
ans (Broström og Wagner, 2003; Fabian
og Dunlop, 2002; Jóhanna Einarsdóttir,
2011; Peters, 2010a). Í leikskóla undirbúa
börn sig og eru undirbúin á formlegan og
óformlegan hátt undir þær breytingar sem
verða þegar þau fara úr leikskóla í grunn-
skóla eins og Corsaro og fleiri hafa bent á
(Corsaro og Molinari, 2005). Óformlegur
undirbúningur fer fram í leik barnanna
og daglegri félagamenningu. Í barna-
hópnum byggja börnin upp sameiginlega
merkingu þeirra breytinga sem í vændum
eru og búa sig undir flutninginn í grunn-
skólann. Til formlegs undirbúnings teljast
t.d. heimsóknir í grunnskólann og „elstu
barna verkefni“ eða „skólastundir“.
Formlegur undirbúningur þar sem
áhersla er lögð á að búa börn undir kom-
andi grunnskólagöngu á ýmsan hátt, t.d.
með kynningum og heimsóknum í grunn-
skólann, er orðinn reglubundinn þáttur á
síðasta ári barna í íslenskum leikskólum
Jóhanna Einarsdóttir