Tímarit um menntarannsóknir - 01.06.2012, Page 98

Tímarit um menntarannsóknir - 01.06.2012, Page 98
98 ung börn hafi frelsi til að tjá skoðanir sínar og réttindi til þess að hafa áhrif á málefni sem þau varða (United Nations, 2005). Barnasáttmálinn hefur haft gríðarleg áhrif um allan heim á stefnumótun í mennta- málum, starfshætti í skólum og ekki síst rannsóknir með börnum. Bernskurannsóknir taka einnig mið af síðtímahugmyndum um börn og bernsk- una þar sem hugtökin margbreytileiki, sérstaða og óregluleiki eru í öndvegi. Hug- myndum um börn sem góð eða slæm eða sem óskrifað blað er hafnað og sömuleiðis þeim hugmyndum að börn feti fyrir fram ákveðin þroskastig (Jóhanna Einarsdóttir, 2008; Mills, 2000). Sett eru spurningar- merki við algildar (e. universal) hugmynd- ir um börn og flokkun á börnum í eðlileg eða ekki eðlileg (Albon, 2011; Elkind, 1997). Þess í stað er lögð áhersla á styrk- leika barna og hæfni til að vera virk í eigin lífi. Litið er á börn sem hluta af og þátttak- endur í samfélaginu og virka þátttakendur í sköpun menningar og þekkingar. Þau eru talin sérfróð um eigið líf og fær um að láta í ljós skoðanir sínar, fyrirætlanir og sjón- armið (Dahlberg, Moss og Pence, 2007). Nátengdar síðtímahugmyndum mennt- unarfræðinnar eru hugmyndir sem falla undir félagsfræði bernskunnar (e. socio- logy of childhood). Þar er megináherslan á bernskuna sem félagslega mótaða og sjónum beint að samskiptum barna sín á milli og við umhverfi sitt en ekki á barnið sem einstakling. Áhersla er lögð á börn sem gerendur í eigin lífi og á þátt þeirra í þróun og breytingum á samfélaginu. Litið er á samskipti barna og menningu sem áhugavert rannsóknarefni út frá þeirra eigin forsendum, óháð sjónarmiðum full- orðinna (Corsaro, 1997; James og Prout, 1990; Jenks, 2004). Tengsl leikskóla og grunnskóla Í flestum vestrænum samfélögum er menn- ing grunnskólans, námskrá, kennsluað- ferðir og umhverfi frábrugðið leikskól- anum. Rannsóknir benda til þess að það hvernig til tekst með tengsl skólastiganna og samfellu í námi barna geti haft afger- andi áhrif á áframhaldandi gengi þeirra í skóla (Alexander og Entwisle, 1998; Bro- ström, 2005; Dockett, Perry o.fl., 2011). Félagslegt umhverfi barna, þar með talinn leikskólinn, eldri börn og for- eldrar, býr þau með ýmsum hætti undir þær breytingar að fara úr leikumhverfi leikskólans í formlegt nám grunnskól- ans (Broström og Wagner, 2003; Fabian og Dunlop, 2002; Jóhanna Einarsdóttir, 2011; Peters, 2010a). Í leikskóla undirbúa börn sig og eru undirbúin á formlegan og óformlegan hátt undir þær breytingar sem verða þegar þau fara úr leikskóla í grunn- skóla eins og Corsaro og fleiri hafa bent á (Corsaro og Molinari, 2005). Óformlegur undirbúningur fer fram í leik barnanna og daglegri félagamenningu. Í barna- hópnum byggja börnin upp sameiginlega merkingu þeirra breytinga sem í vændum eru og búa sig undir flutninginn í grunn- skólann. Til formlegs undirbúnings teljast t.d. heimsóknir í grunnskólann og „elstu barna verkefni“ eða „skólastundir“. Formlegur undirbúningur þar sem áhersla er lögð á að búa börn undir kom- andi grunnskólagöngu á ýmsan hátt, t.d. með kynningum og heimsóknum í grunn- skólann, er orðinn reglubundinn þáttur á síðasta ári barna í íslenskum leikskólum Jóhanna Einarsdóttir
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178
Page 179
Page 180
Page 181
Page 182

x

Tímarit um menntarannsóknir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit um menntarannsóknir
https://timarit.is/publication/1140

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.