Tímarit um menntarannsóknir - 01.06.2012, Blaðsíða 90
90
Meyvant Þórólfsson
nedy, 2005; Millar, Leach, Osborne og
Ratcliffe, 2006). Áríðandi er að skýra
þennan vanda nánar og leita lausna á
honum.
• Kennarinn, hlutverk hans, áhugi, kunnátta
og menntun. Síðast en ekki síst skiptir
máli að huga að þætti kennarans. Öllum
kenningum, tillögum og rannsóknum á
náttúruvísindamenntun ber saman um
að umbætur, af hvaða tagi sem þær eru,
reynast gagnslausar ef traust menntun,
kunnátta, áhugi og þátttaka kennara
er ekki fyrir hendi (DeBoer, 1991; Fé-
lag háskólamenntaðra kennara, 1969;
Menntamálaráðuneytið, 1968; Osborne
og Dillon, 2008; Sveinbjörn Björnsson,
1966). Af þessu má draga þá ályktun
að hvert sem tímabilið hefur verið, tími
hinnar uppeldislegu framsæknistefnu,
umbótaleikur sjöunda áratugarins eða
tími hinnar nýju framsæknistefnu,
missir hugmyndafræðin marks ef lyk-
ilaðilar vettvangsins eru ekki tilbúnir
eða færir um að túlka hana og útfæra.
Í því sambandi er mikilvægt að benda
á rannsóknir á borð við Shulman (1986;
1987) og Deng (2007). Þeim ber öllum
saman um að þekking á inntaki nátt-
úruvísinda sé vissulega forsenda þess
að kennari nái árangri á sviðinu. En
þeir vilja jafnframt undirstrika að gera
þurfi greinarmun á náttúruvísindum
sem námsgrein annars vegar og nátt-
úruvísindum sem akademísku fræða-
sviði hins vegar. Að ná tökum á eðlis-
fræði sem námsgrein felur til dæmis
fjölmargt fleira í sér en að kunna efnið
vel, þótt það sé mikilvægt. Deng (2007)
bendir á að þar komi nefnilega til sög-
unnar fimm aðrar víddir en fræðileg
kunnátta. Þessar víddir skarist, þ.e.
hin uppeldislega, þekkingarfræðilega,
félags-menningarlega, rökfræðilega og
hin sálfræðilega; þessar víddir samein-
ist allar í því sem Lee Shulman nefndi
„pedagogical content knowledge“
(PCK), þ.e. því að hafa vald á efninu
og kunna að bera það á borð fyrir nem-
endur með hliðsjón af stöðu þeirra,
félagslegu samhengi og forsendum á
hverjum tíma.
Höfundur þessarar greinar leyfir sér hér
með að láta í ljósi efasemdir um að staða
náttúruvísindamenntunar hérlendis hafi
breyst svo nokkru nemi til batnaðar frá
því að Sveinbjörn Björnsson (1966) ritaði
grein sína í Menntamál fyrir tæpum fimm-
tíu árum. Rannsóknir hérlendis á nátt-
úruvísindamenntun (Allyson Macdonald,
1993; Allyson Macdonald o.fl., 2006/2007;
Meyvant Þórólfsson, Allyson Macdonald
og Eggert Lárusson, 2007) benda til þess
að enn sé þetta svið að mörgu leyti jafn-
veikburða og þá var haldið fram. Svein-
björn og fleiri töluðu m.a. um veikburða
þekkingu og óljósar kröfur um kunnáttu
og færni jafnt nemenda sem kennara.
Orsakir slæms ástands töldu höfundar
skýrslu Félags háskólamenntaðra kennara
(1969) meðal annars mega finna í skorti á
sérmenntuðum kennurum „ … jafnframt
sem það segir sína sögu um hina óvirku
afstöðu fræðsluyfirvalda, að þetta ástand
hefur liðizt svo lengi.“ (bls. 9). Hér er óhik-
að látið að því liggja að allir hlutaðeigandi
aðilar hafi sofið á verðinum. Svo virðist
sem náttúruvísindaleikurinn, sem Yager