Tímarit um menntarannsóknir - 01.06.2012, Blaðsíða 80
80
Meyvant Þórólfsson
t.d. á sviði eðlisfræði, efnafræði og líffræði
(DeBoer, 1991; Dow, 1991).
Um miðja öldina óx svonefndri nám-
skrárhreyfingu fiskur um hrygg. Kynnt
voru til sögunnar flokkunarkerfi náms-
markmiða (Myhre, 2001), sem gerðu
mönnum kleift að setja fram sundurgreind
og mælanleg námsmarkmið. Á sama tíma
komu fleiri hugmyndir til sögunnar, er
vörpuðu ljósi á sérstöðu náttúruvísinda.
Þær litu meðal annars dagsins ljós á ráð-
stefnu, sem haldin var í Woods Hole í
Massachusetts í september árið 1959. Þar
hittust sérfræðingar á sviðum vísinda,
námskrárfræði og sálfræði til að ræða
framtíð almennrar menntunar í náttúru-
vísindum og stærðfræði (DeBoer, 1991).
Jerome S. Bruner ritaði skýrslu um helstu
niðurstöður ráðstefnunnar sem birtist
síðar í bókinni Process of Education (Bruner,
1966). Þótt þar væri lögð þung áhersla á
að gera kennslu raunvísinda skilvirkari
en áður hefði tíðkast var alls ekki talið
nægja að nemendur lærðu sundurlaus
þekkingaratriði og vinnubrögð vísinda. Í
Process of Education lagði Bruner áherslu á
að nemendur kynntust formgerð (e. struct-
ure) vísindagreinanna og hvernig hugtök
þeirra tengdust:
Að skilja formgerð greinar er að skilja hana þann-
ig að manni lánist að tengja ýmislegt annað við
hana á merkingarbæran hátt. Að læra formgerð
er í stuttu máli að læra hvernig hlutirnir tengjast
saman. (Bruner, 1966, bls. 7).
Líklega hafa Bruner og fleiri sérfræð-
ingar á Woods Hole ráðstefnunni því ekki
gert ráð fyrir að „náttúruvísindaleikurinn“
yrði eins veruleikafirrtur og margir töldu
hann verða síðar meir (Yager, 1988, 2000).
Hvað sem öðru leið þá var á þessum tíma
sterk andstaða gegn lífsleiknitengdu nátt-
úruvísindanámi, sem gagnrýnendur hinn-
ar uppeldislegu framsæknistefnu töldu
einkennast af andvitsmunahyggju (e.
anti-intellectualism), fræðigreinaflótta og
tilburðum til að sniðganga alvöruvísindi
(Cremin, 1961; DeBoer, 1991; Dow 1991).
Yager lýsti þessu þannig:
Umbótum [á sviði náttúruvísinda] sem áttu sér
stað seint á 6. áratugnum og fram eftir 7. ára-
tugnum var stýrt af vísindamönnum, sem mið-
uðu að því að breyta leiknum svo að allir nem-
endur upplifðu og lærðu þau [sönnu] vísindi
sem vísindamenn þekktu og æfðu þá leikni sem
vísindamenn beittu til að öðlast skilning á hlutum
og atburðum hins náttúrulega heims … [Þeir sem
réðu ferðinni] lögðu sig einnig fram um að eyða
allri umræðu um tækni (t.d. um sjónvarp, sam-
göngur, fjarskiptatækni, heimilistæki) … jafn-
vel rannsóknanámið (inquiry approach) með
opinni tilraunastofukennslu bar einkenni beinnar
kennslu – fyrirfram skrifað og stjórnað af náms-
bókatextum … meira að segja var talað um kenn-
araheldar námskrár („teacher-proof“ curricula)
(Yager, 2000, bls. 51).
Þannig má segja að boðberar nýja nátt-
úruvísindaleiksins, sem kynntur var upp
úr miðri síðustu öld, hafi í vissum skilningi
miðað að því að gera nemendur að litlum
vísindamönnum, enda voru þessar nýju
áherslur oft nefndar „hin nýju vísindi“ eða
„umbætur nývísinda“ (e. new science re-
form) í almennri menntun.
Litlir vísindamenn
Þá stefnu sem þátttakendur Woods Hole
ráðstefnunnar boðuðu mátti skilja sem svo
að reglur og undirbúningur „náttúruvís-
indaleiksins“ skyldu taka mið af alvöru-
vísindum, nútímalegum vinnubrögðum
vísinda og akademískum áherslum. Að
mati Yagers (2000) og fleiri (DeBoer, 1991;