Tímarit um menntarannsóknir - 01.06.2012, Síða 80

Tímarit um menntarannsóknir - 01.06.2012, Síða 80
80 Meyvant Þórólfsson t.d. á sviði eðlisfræði, efnafræði og líffræði (DeBoer, 1991; Dow, 1991). Um miðja öldina óx svonefndri nám- skrárhreyfingu fiskur um hrygg. Kynnt voru til sögunnar flokkunarkerfi náms- markmiða (Myhre, 2001), sem gerðu mönnum kleift að setja fram sundurgreind og mælanleg námsmarkmið. Á sama tíma komu fleiri hugmyndir til sögunnar, er vörpuðu ljósi á sérstöðu náttúruvísinda. Þær litu meðal annars dagsins ljós á ráð- stefnu, sem haldin var í Woods Hole í Massachusetts í september árið 1959. Þar hittust sérfræðingar á sviðum vísinda, námskrárfræði og sálfræði til að ræða framtíð almennrar menntunar í náttúru- vísindum og stærðfræði (DeBoer, 1991). Jerome S. Bruner ritaði skýrslu um helstu niðurstöður ráðstefnunnar sem birtist síðar í bókinni Process of Education (Bruner, 1966). Þótt þar væri lögð þung áhersla á að gera kennslu raunvísinda skilvirkari en áður hefði tíðkast var alls ekki talið nægja að nemendur lærðu sundurlaus þekkingaratriði og vinnubrögð vísinda. Í Process of Education lagði Bruner áherslu á að nemendur kynntust formgerð (e. struct- ure) vísindagreinanna og hvernig hugtök þeirra tengdust: Að skilja formgerð greinar er að skilja hana þann- ig að manni lánist að tengja ýmislegt annað við hana á merkingarbæran hátt. Að læra formgerð er í stuttu máli að læra hvernig hlutirnir tengjast saman. (Bruner, 1966, bls. 7). Líklega hafa Bruner og fleiri sérfræð- ingar á Woods Hole ráðstefnunni því ekki gert ráð fyrir að „náttúruvísindaleikurinn“ yrði eins veruleikafirrtur og margir töldu hann verða síðar meir (Yager, 1988, 2000). Hvað sem öðru leið þá var á þessum tíma sterk andstaða gegn lífsleiknitengdu nátt- úruvísindanámi, sem gagnrýnendur hinn- ar uppeldislegu framsæknistefnu töldu einkennast af andvitsmunahyggju (e. anti-intellectualism), fræðigreinaflótta og tilburðum til að sniðganga alvöruvísindi (Cremin, 1961; DeBoer, 1991; Dow 1991). Yager lýsti þessu þannig: Umbótum [á sviði náttúruvísinda] sem áttu sér stað seint á 6. áratugnum og fram eftir 7. ára- tugnum var stýrt af vísindamönnum, sem mið- uðu að því að breyta leiknum svo að allir nem- endur upplifðu og lærðu þau [sönnu] vísindi sem vísindamenn þekktu og æfðu þá leikni sem vísindamenn beittu til að öðlast skilning á hlutum og atburðum hins náttúrulega heims … [Þeir sem réðu ferðinni] lögðu sig einnig fram um að eyða allri umræðu um tækni (t.d. um sjónvarp, sam- göngur, fjarskiptatækni, heimilistæki) … jafn- vel rannsóknanámið (inquiry approach) með opinni tilraunastofukennslu bar einkenni beinnar kennslu – fyrirfram skrifað og stjórnað af náms- bókatextum … meira að segja var talað um kenn- araheldar námskrár („teacher-proof“ curricula) (Yager, 2000, bls. 51). Þannig má segja að boðberar nýja nátt- úruvísindaleiksins, sem kynntur var upp úr miðri síðustu öld, hafi í vissum skilningi miðað að því að gera nemendur að litlum vísindamönnum, enda voru þessar nýju áherslur oft nefndar „hin nýju vísindi“ eða „umbætur nývísinda“ (e. new science re- form) í almennri menntun. Litlir vísindamenn Þá stefnu sem þátttakendur Woods Hole ráðstefnunnar boðuðu mátti skilja sem svo að reglur og undirbúningur „náttúruvís- indaleiksins“ skyldu taka mið af alvöru- vísindum, nútímalegum vinnubrögðum vísinda og akademískum áherslum. Að mati Yagers (2000) og fleiri (DeBoer, 1991;
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151
Síða 152
Síða 153
Síða 154
Síða 155
Síða 156
Síða 157
Síða 158
Síða 159
Síða 160
Síða 161
Síða 162
Síða 163
Síða 164
Síða 165
Síða 166
Síða 167
Síða 168
Síða 169
Síða 170
Síða 171
Síða 172
Síða 173
Síða 174
Síða 175
Síða 176
Síða 177
Síða 178
Síða 179
Síða 180
Síða 181
Síða 182

x

Tímarit um menntarannsóknir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit um menntarannsóknir
https://timarit.is/publication/1140

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.