Tímarit um menntarannsóknir - 01.06.2012, Blaðsíða 101

Tímarit um menntarannsóknir - 01.06.2012, Blaðsíða 101
101 sýnt hvernig þær virkuðu og leyft að prófa sig áfram. Börnin fengu þær leiðbeiningar að þau mættu taka myndir af því sem þau væru að gera í leikskólanum, bæði því sem þeim þætti gaman að og því sem þeim þætti ekki skemmtilegt; jafnframt mættu þau taka myndir af starfsfólkinu og því sem það væri að gera í leikskól- anum. Börnin voru flest mjög áhugasöm um myndavélarnar og höfðu lokið við að taka allar tuttugu myndirnar þegar rann- sakandi kom aftur á staðinn og náði í þær til að koma þeim í framköllun. Eftir tvo til fjóra daga kom rannsakandinn í leik- skólann aftur með myndirnar og ræddi við börnin hvert fyrir sig og þá voru það myndirnar sem stýrðu viðtalinu. Börnin báru sig misjafnlega að við að taka mynd- irnar; sum voru mjög spennt fyrir mynda- vélinni í fyrstu og tóku mikið af myndum, jafnvel af því sama. Önnur tóku myndir jafnt og þétt og enn önnur mundu eftir vélinni þegar einhver annar var að taka myndir og tóku þá myndir af því sama. Myndirnar voru framkallaðar í tveimur eintökum og fengu börnin því að eiga eintök af öllum myndum sem þau tóku og hafa þau með sér heim. Ljósmyndataka hefur verið töluvert notuð sem leið til gagnaöflunar í rann- sóknum með börnum. Kostir þess að nota ljósmyndir, sem börnin taka sjálf eins og gert var í þessari rannsókn, eru m.a. þeir að börnin eru valdameiri þegar gagnaöfl- unin er að hluta í þeirra höndum og þau geta sjálf ákveðið af hverju þau vilja taka mynd. Þegar börnin sjálf ráða myndefninu er líklegt að myndirnar snúist um það sem þeim finnst mikilvægt. Myndirnar stýra síðan viðtalinu og börnin eru því ekki ein- göngu spurð spurninga út frá sjónarhóli rannsakandans. Með því að nota myndir og umræður um myndirnar er einnig kom- ið til móts við þau börn sem kjósa að tjá sig á annan hátt en eingöngu með töluðu máli (Cook og Hess, 2007; Jóhanna Einarsdóttir, 2005, 2007b; Rasmussen, 1999). Tilgangur þess að fá börnin í rannsókninni til að taka myndir var ekki sá að greina myndirnar eða líta á þær sem sanna lýsingu á leik- skólastarfinu heldur voru þær notaðar sem hvatning og umræðugrundvöllur í samtölunum við börnin. Rannsakendur þurfa að takast á við ýmsar áskoranir þegar þeir taka viðtöl við ung börn. Valdaójafnvægi milli barna og fullorðinna rannsakenda getur t.d. haft þau áhrif að börnin reyni að geðjast rann- sakandanum og svari því sem þau halda að hann vilji (Jóhanna Einarsdóttir, 2007b). Graue og Walsh (1998) hafa bent á að þekk- ing barna er oft ómeðvituð þannig að þau gera sér oft ekki grein fyrir hvað þau vita og því þurfi oft að nota óbeinar leiðir til að nálgast sjónarmið þeirra. Í þessari rann- sókn var leitast við að efla vald barnanna á ýmsa vegu. Rannsakendur, sem þekktu börnin, ræddu við þau á þeirra heimavelli, þ.e. í leikskólanum, og var lögð áhersla á að viðtölin væru óformleg og líktust sem mest samtali. Myndirnar, sem börnin tóku, voru útgangspunktur samtalsins. Börnin fengu eina mynd í einu til að skoða og ræða um og var áhersla lögð á að hlusta á börnin tala um myndirnar og það sam- hengi sem þær voru teknar í og öðlast þannig skilning á því hvernig börnin sáu leikskólastarfið, starfsfólkið í leikskólan- um og væntanlega grunnskólagöngu. „Þá byrjar kennarinn að láta mann læra“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164
Blaðsíða 165
Blaðsíða 166
Blaðsíða 167
Blaðsíða 168
Blaðsíða 169
Blaðsíða 170
Blaðsíða 171
Blaðsíða 172
Blaðsíða 173
Blaðsíða 174
Blaðsíða 175
Blaðsíða 176
Blaðsíða 177
Blaðsíða 178
Blaðsíða 179
Blaðsíða 180
Blaðsíða 181
Blaðsíða 182

x

Tímarit um menntarannsóknir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit um menntarannsóknir
https://timarit.is/publication/1140

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.