Tímarit um menntarannsóknir - 01.06.2012, Page 101
101
sýnt hvernig þær virkuðu og leyft að prófa
sig áfram. Börnin fengu þær leiðbeiningar
að þau mættu taka myndir af því sem
þau væru að gera í leikskólanum, bæði
því sem þeim þætti gaman að og því sem
þeim þætti ekki skemmtilegt; jafnframt
mættu þau taka myndir af starfsfólkinu
og því sem það væri að gera í leikskól-
anum. Börnin voru flest mjög áhugasöm
um myndavélarnar og höfðu lokið við að
taka allar tuttugu myndirnar þegar rann-
sakandi kom aftur á staðinn og náði í þær
til að koma þeim í framköllun. Eftir tvo
til fjóra daga kom rannsakandinn í leik-
skólann aftur með myndirnar og ræddi
við börnin hvert fyrir sig og þá voru það
myndirnar sem stýrðu viðtalinu. Börnin
báru sig misjafnlega að við að taka mynd-
irnar; sum voru mjög spennt fyrir mynda-
vélinni í fyrstu og tóku mikið af myndum,
jafnvel af því sama. Önnur tóku myndir
jafnt og þétt og enn önnur mundu eftir
vélinni þegar einhver annar var að taka
myndir og tóku þá myndir af því sama.
Myndirnar voru framkallaðar í tveimur
eintökum og fengu börnin því að eiga
eintök af öllum myndum sem þau tóku og
hafa þau með sér heim.
Ljósmyndataka hefur verið töluvert
notuð sem leið til gagnaöflunar í rann-
sóknum með börnum. Kostir þess að nota
ljósmyndir, sem börnin taka sjálf eins og
gert var í þessari rannsókn, eru m.a. þeir
að börnin eru valdameiri þegar gagnaöfl-
unin er að hluta í þeirra höndum og þau
geta sjálf ákveðið af hverju þau vilja taka
mynd. Þegar börnin sjálf ráða myndefninu
er líklegt að myndirnar snúist um það sem
þeim finnst mikilvægt. Myndirnar stýra
síðan viðtalinu og börnin eru því ekki ein-
göngu spurð spurninga út frá sjónarhóli
rannsakandans. Með því að nota myndir
og umræður um myndirnar er einnig kom-
ið til móts við þau börn sem kjósa að tjá sig
á annan hátt en eingöngu með töluðu máli
(Cook og Hess, 2007; Jóhanna Einarsdóttir,
2005, 2007b; Rasmussen, 1999). Tilgangur
þess að fá börnin í rannsókninni til að taka
myndir var ekki sá að greina myndirnar
eða líta á þær sem sanna lýsingu á leik-
skólastarfinu heldur voru þær notaðar
sem hvatning og umræðugrundvöllur í
samtölunum við börnin.
Rannsakendur þurfa að takast á við
ýmsar áskoranir þegar þeir taka viðtöl
við ung börn. Valdaójafnvægi milli barna
og fullorðinna rannsakenda getur t.d. haft
þau áhrif að börnin reyni að geðjast rann-
sakandanum og svari því sem þau halda
að hann vilji (Jóhanna Einarsdóttir, 2007b).
Graue og Walsh (1998) hafa bent á að þekk-
ing barna er oft ómeðvituð þannig að þau
gera sér oft ekki grein fyrir hvað þau vita
og því þurfi oft að nota óbeinar leiðir til
að nálgast sjónarmið þeirra. Í þessari rann-
sókn var leitast við að efla vald barnanna
á ýmsa vegu. Rannsakendur, sem þekktu
börnin, ræddu við þau á þeirra heimavelli,
þ.e. í leikskólanum, og var lögð áhersla á
að viðtölin væru óformleg og líktust sem
mest samtali. Myndirnar, sem börnin tóku,
voru útgangspunktur samtalsins. Börnin
fengu eina mynd í einu til að skoða og
ræða um og var áhersla lögð á að hlusta
á börnin tala um myndirnar og það sam-
hengi sem þær voru teknar í og öðlast
þannig skilning á því hvernig börnin sáu
leikskólastarfið, starfsfólkið í leikskólan-
um og væntanlega grunnskólagöngu.
„Þá byrjar kennarinn að láta mann læra“