Tímarit um menntarannsóknir - 01.06.2012, Blaðsíða 141
141
Skóli án aðgreiningar og kennaramenntun
Lykilorðin sem höfð voru til hliðsjónar
við greiningu og flokkun á námskeiðslýs-
ingum og svörum kennara voru: menntun,
nám eða skóli án aðgreiningar, marg-
breytileiki, allir nemendur, fjölbreyttir
nem endahópar, fjölbreyttir og sveigjan-
legir kennsluhættir, kennsluaðferðir og
námsmat, stuðningur, væntingar, árangur,
samstarf og teymisvinna, sérkennsla, sér-
þarfir og fötlun, fagmennska, starfsþróun
og símenntun.
1. Fyrst voru öll námskeiðin flokkuð sam-
kvæmt lykilorðunum. Ef þau komu
fyrir í námskeiðslýsingum eða svörum
kennara úr rafrænu könnuninni voru
námskeiðin sett í flokk eitt en annars í
flokk tvö.
2. Í næstu umferð voru öll námskeið úr
flokki eitt endurflokkuð og þá með
tilliti til hæfniviðmiða, inntaks og
kennsluhátta. Við greiningu á inn-
taki námskeiða var þeim skipt í fimm
flokka eftir því hvað kom fram í nám-
skeiðslýsingum í kennsluskrá og svör-
um kennara í spurningakönnuninni.
Flokkarnir eru sem hér segir:
a. Skóli án aðgreiningar í forgrunni:
Markmið námskeiðs, inntak, náms-
efni, verkefni og kennsluhættir byggj-
ast á hugmyndafræði og vinnubrögð-
um skóla án aðgreiningar.
b. Skóli án aðgreiningar að hluta til: Hug-
myndafræði skóla án aðgreiningar er
kynnt, hluti lesefnis og verkefni eru
tengd málefninu.
c. Óbein áhersla á skóla án aðgreining-
ar: Fjallað er um margbreytileika og
hvernig hægt er að mæta þörfum allra
nemenda og einstaklingsmiða nám og
kennslu. Skóli án aðgreiningar er ekki
nefndur, en kennsluaðferðir, námsmat
og verkefni í námskeiðinu gefa dæmi
um hvernig vinnubrögð í skóla án að-
greiningar geta þróast.
d. Sérkennsla eða fjölmenningarleg
kennsla: Inntak er sérhæft, í sumum
námskeiðum eru flokkar frávika eða
erfiðleika í námi kynntir en í öðrum er
áhersla á fjölmenningu og fjölmenn-
ingarlega kennslu.
e. Engin merki um áherslu á skóla án að-
greiningar: Engar vísbendingar fund-
ust í námskeiðslýsingum um áherslu á
fjölbreytta námshópa, nám án aðgrein-
ingar, fjölmenningu eða nemendur
með sérþarfir.
3. Námskeið voru einnig skoðuð og
flokkuð eftir því hvort þau voru skil-
greind sem kjarnanámskeið, kjörsvið
eða val og hvort þau voru opin öllum
eða eyrnamerkt ákveðnum hópi kenn-
aranema. (Sjá 1. töflu).
Þar sem höfundar eru kennarar á MVS
HÍ, annar í grunnnámi en hinn að mestu
í framhaldsnámi, var þess gætt að nám-
skeiðin sem höfundar hafa umsjón með
eða kenna fengju ekki meira vægi en önn-
ur. Þar sem allar upplýsingar sem stuðst
er við í niðurstöðukafla eru úr námskeiðs-
lýsingum í kennsluskrá og niðurstöðum
spurningakönnunarinnar er réttmætis
rannsóknarinnar gætt. Nokkrir kennarar
höfðu samband við rannsakendur og töldu
þetta viðfangsefni tilheyra sérkennslu
og ekki vera viðfangsefni í námskeiðum
þeirra. Einn kennari benti rannsakendum