Tímarit um menntarannsóknir - 01.06.2012, Page 141

Tímarit um menntarannsóknir - 01.06.2012, Page 141
141 Skóli án aðgreiningar og kennaramenntun Lykilorðin sem höfð voru til hliðsjónar við greiningu og flokkun á námskeiðslýs- ingum og svörum kennara voru: menntun, nám eða skóli án aðgreiningar, marg- breytileiki, allir nemendur, fjölbreyttir nem endahópar, fjölbreyttir og sveigjan- legir kennsluhættir, kennsluaðferðir og námsmat, stuðningur, væntingar, árangur, samstarf og teymisvinna, sérkennsla, sér- þarfir og fötlun, fagmennska, starfsþróun og símenntun. 1. Fyrst voru öll námskeiðin flokkuð sam- kvæmt lykilorðunum. Ef þau komu fyrir í námskeiðslýsingum eða svörum kennara úr rafrænu könnuninni voru námskeiðin sett í flokk eitt en annars í flokk tvö. 2. Í næstu umferð voru öll námskeið úr flokki eitt endurflokkuð og þá með tilliti til hæfniviðmiða, inntaks og kennsluhátta. Við greiningu á inn- taki námskeiða var þeim skipt í fimm flokka eftir því hvað kom fram í nám- skeiðslýsingum í kennsluskrá og svör- um kennara í spurningakönnuninni. Flokkarnir eru sem hér segir: a. Skóli án aðgreiningar í forgrunni: Markmið námskeiðs, inntak, náms- efni, verkefni og kennsluhættir byggj- ast á hugmyndafræði og vinnubrögð- um skóla án aðgreiningar. b. Skóli án aðgreiningar að hluta til: Hug- myndafræði skóla án aðgreiningar er kynnt, hluti lesefnis og verkefni eru tengd málefninu. c. Óbein áhersla á skóla án aðgreining- ar: Fjallað er um margbreytileika og hvernig hægt er að mæta þörfum allra nemenda og einstaklingsmiða nám og kennslu. Skóli án aðgreiningar er ekki nefndur, en kennsluaðferðir, námsmat og verkefni í námskeiðinu gefa dæmi um hvernig vinnubrögð í skóla án að- greiningar geta þróast. d. Sérkennsla eða fjölmenningarleg kennsla: Inntak er sérhæft, í sumum námskeiðum eru flokkar frávika eða erfiðleika í námi kynntir en í öðrum er áhersla á fjölmenningu og fjölmenn- ingarlega kennslu. e. Engin merki um áherslu á skóla án að- greiningar: Engar vísbendingar fund- ust í námskeiðslýsingum um áherslu á fjölbreytta námshópa, nám án aðgrein- ingar, fjölmenningu eða nemendur með sérþarfir. 3. Námskeið voru einnig skoðuð og flokkuð eftir því hvort þau voru skil- greind sem kjarnanámskeið, kjörsvið eða val og hvort þau voru opin öllum eða eyrnamerkt ákveðnum hópi kenn- aranema. (Sjá 1. töflu). Þar sem höfundar eru kennarar á MVS HÍ, annar í grunnnámi en hinn að mestu í framhaldsnámi, var þess gætt að nám- skeiðin sem höfundar hafa umsjón með eða kenna fengju ekki meira vægi en önn- ur. Þar sem allar upplýsingar sem stuðst er við í niðurstöðukafla eru úr námskeiðs- lýsingum í kennsluskrá og niðurstöðum spurningakönnunarinnar er réttmætis rannsóknarinnar gætt. Nokkrir kennarar höfðu samband við rannsakendur og töldu þetta viðfangsefni tilheyra sérkennslu og ekki vera viðfangsefni í námskeiðum þeirra. Einn kennari benti rannsakendum
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178
Page 179
Page 180
Page 181
Page 182

x

Tímarit um menntarannsóknir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit um menntarannsóknir
https://timarit.is/publication/1140

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.