Tímarit um menntarannsóknir - 01.06.2012, Blaðsíða 87

Tímarit um menntarannsóknir - 01.06.2012, Blaðsíða 87
87 Yager og náttúruvísindaleikurinn föll; á framhaldsskólastiginu voru fram- kvæmdir eins konar hermileikir innan dyra undir yfirskriftinni: Vísindi byggð á tilraunum, sbr. titil bókar frá CHEM Study- hópnum í Bandaríkjunum, Chemistry – An Experimental Science (Chemical Educatio- nal Material Study, 1963), sem var þýdd yfir á íslensku og kennd í menntaskólum. Umræða Vitanlega gekk boðberum náttúruvísinda- leiksins upp úr miðri síðustu öld ekki annað en gott eitt til. Menn færðu góð rök fyrir þörfum á breytingum og tillögur um leiðirnar féllu í góðan jarðveg. Þótt ýmis- legt hafi farið úrskeiðis í framkvæmdinni má ljóst vera að þar kom við sögu flókið orsakasamhengi sem þarf að skoðast með fyrirvara. Við skulum einnig átta okkur á því að allt frá því að náttúruvísindi öðl- uðust sess sem námssvið í námskrám al- menna skólakerfisins á Vesturlöndum hafa stöðugt komið fram tillögur um umbætur á inntaki þeirra, eðli og aðferðum (Atkin & Black, 2003; Donnelly, 2006; DeBoer, 1991). Þróunin síðustu hundrað árin hefur í raun markast af þremur megintímabilum (Akk- er, 2003; DeBoer 1991; Goodson, 1994). Í fyrsta lagi var það tíminn fram að lokum seinni heimsstyrjaldar, þ.e. tími hinnar uppeldislegu framsæknistefnu (e. pedagogical progressivism) og lífsleikni- tengdra náttúruvísinda (e. life adjustment science) sem áður var lýst. Ivor Goodson (1994) lýsti stöðu náttúruvísindamenntun- ar á þessum tíma þannig að virðingarstaða hennar hefði verið lág og sjónarmið nytja- hyggju og uppeldisfræði (e. utilitarian and pedagogical purposes) hafi ráðið ferðinni. Í öðru lagi var það tímabilið sem hér hefur fengið mesta umfjöllun, þ.e. frá 1955 til 1980. Yager (2000) hefur meðal annars kallað það umbótaleik sjöunda áratugarins. Goodson (1994) lýsti þróun náttúruvís- indamenntunar á þeim tíma þannig að hún einkenndist æ meir af hinum akademísku fræðigreinum er lægju henni til grundvall- ar, eðlisfræði, efnafræði og líffræði, skýrt skilgreindri fræðaþekkingu og tengslum við hina hástemmdu orðræðu og önnur sérkenni þessara fræðigreina í háskólum. Í þriðja lagi er svo tímabilið eftir 1980, tími sem Diane Ravitch (1983) hefur kennt við hina nýju framsæknistefnu enda má segja að ýmsar af hugmyndum hinnar uppeldislegu framsæknistefnu hafi þar með verið endurvaktar undir slagorðum eins og „vísindalegu læsi“, „STS (science- technology-society)“, og „vísindum fyrir alla“. Ein áhrifamesta námskenning allra tíma var án efa drifkrafturinn að baki hinni nýju framsæknistefnu, þ.e. hugsmíðikenn- ing (e. constructivist theory), einkum hinn félags-menningarlegi þáttur hennar. Boð- skapurinn var að allir nemendur þyrftu að læra náttúruvísindi í samfélagi við aðra fyrir það fyrsta, í öðru lagi þannig að byggt væri á reynslu og samhengi sem nemendur þekktu fyrir og gætu byggt ofan á og í þriðja lagi með tengslum við álitamál tengd vísindum og tækni í sam- félaginu. Þjóðfélagið þarfnaðist nefnilega vísindalega upplýstra þegna (e. scientifi- cally enlightened citizenry) sem hugsuðu sjálfstætt og gagnrýnið. En hvorki þá né nú hafa menn sýnt skýr merki um að þeir vilji varpa umbótaleiknum frá sjöunda áratugnum fyrir róða (Osborne og Dillon, 2008).
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164
Blaðsíða 165
Blaðsíða 166
Blaðsíða 167
Blaðsíða 168
Blaðsíða 169
Blaðsíða 170
Blaðsíða 171
Blaðsíða 172
Blaðsíða 173
Blaðsíða 174
Blaðsíða 175
Blaðsíða 176
Blaðsíða 177
Blaðsíða 178
Blaðsíða 179
Blaðsíða 180
Blaðsíða 181
Blaðsíða 182

x

Tímarit um menntarannsóknir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit um menntarannsóknir
https://timarit.is/publication/1140

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.