Tímarit um menntarannsóknir - 01.06.2012, Blaðsíða 44
44
Gísli Þorsteinsson og Brynjar Ólafsson
Vinaminni í Reykjavík og farin að safna
fé til rekstursins (Stefán Einarsson, 1933).
Slöjd var ein af þeim kennslugreinum sem
hún áformaði að kenna og ætlaði hún Vil-
hjálmínu að sjá um kennsluna (Holm,
1942; Sternen, 1889).
Þar sem aðsóknin að skóla Salomons
var mikil skrifuðu bæði faðir Vilhjálmínu
og vinur Sigríðar, Sternen frá Linköping,
meðmælabréf til Salomons. Þann 22. júlí
1889 skrifar Oddur bréf til Salomons, þar
sem hann biður hann „að vera dóttur sinni
faðir og vinur, fullmennta í fræðunum“
(Oddur Gíslason, 1889). Til þess að undir-
strika skilning sinn á hugsjónamennsku
Salomons og framfarahug sendi Oddur
Vilhjálmínu með eintak af dagblaðinu
Ísafold sem innihélt grein eftir hann er bar
heitið: „Fyrir Guð og náungann“. Í henni
fjallar hann um öryggi íslenskra sjómanna,
sem hann var ötull baráttumaður fyrir
(Oddur Gíslason, 1889).
25. mars 1889 sigldi Vilhjálmína áleiðis
til Kaupmannahafnar með póstskipinu
Lauru („Póstskipið Laura“, 1889). Í Kaup-
mannahöfn dvaldi hún síðan í boði Thom-
sens kaupmanns, vinar Odds, þangað til
hún fór til Svíþjóðar í maí. Í Svíþjóð naut
hún svo stuðnings Sternens í Linköping,
fyrrnefnds vinar Eiríks og Sigríðar Magn-
ússonar.
Í Nääs tók Vilhjálmína þátt í tveimur
námskeiðum í trésmíði hjá Ottó Sal-
omon. Það fyrra stóð frá 29. maí til 9. júlí
en hið síðara var haldið í júlí til ágúst.
Samtals dvaldi Vilhjálmína í Nääs í tólf
vikur (Holm, 1942) og hóf síðan kennslu
í kvennaskólanum Vinaminni þegar hún
kom heim (Vilhjálmína Oddsdóttir, 1889).
Í Nääs gafst Vilhjálmínu einnig tóm
til þess að mynda persónuleg tengsl við
samnemendur sína og gesti frá öðrum
löndum og heimsálfum. Einn þeirra var
Argentínumaðurinn Pablo A. Pizzurno,
fyrsti fræðslumálastjórinn í Buenos Aires,
þá 24 ára gamall. Þegar Pablo fékk styrk
til þess að fara á heimssýninguna í París
árið 1889 notaði hann tækifærið til þess að
7. mynd: Mynd af Vilhjálmínu, tekin er hún nam í Nääs undir leiðsögn Salomons. Vinaminni er
svo vinstra megin, en þar var skóli Sigríðar. Húsið stendur nú við Mjóstræti 3.