Tímarit um menntarannsóknir - 01.06.2012, Blaðsíða 24
24
Gunnlaugur Sigurðsson og Kristján Kristjánsson
gera annað en það sem hugurinn annars
stendur til. Í almennu tali og í sálfræði og
sálfræðilega grundaðri menntunarfræði
er gengið að því sem gefnu að mann-
eskja geri sjálfa sig beinlínis að viðfangi
hugsunar sinnar og þar með vilja síns og
athafnar. Sjálfsagi felist þannig í því að
setja „sjálfan sig“ beinlínis undir stjórn
sína. Mjög erfitt er að hafna þessari hug-
mynd, svo mjög sem okkur er eðlilegt að
finna til okkar sjálfra, hugsa um okkur sjálf
og beita okkur sjálf alls kyns huglægum og
líkamlegum aðgerðum. Svo mjög er okkur
sem sagt eðlilegt að gera okkur sjálf að við-
fangi okkar og að hugsa til þess að aðrar
manneskjur geri eins. Vandinn er hins
vegar í meginatriðum sá að nákvæmlega
þetta „sig“ er fráleitt sjálfgefið og „sá“ sem
gerir „sig“ að viðfangi „sínu“ enn þá síður;
og við getum ekki reiknað með að það sem
við getum kallað frumlagið í slíkri sjálf-
hverfri atburðarás sé samt andlaginu.
Samt á sjálfhverf atburðarás sér stað í
almennum skilningi þeirra orða og sam-
kvæmt tilfinningu okkar óvefengjanlega.
Þegar Dorothee Horstkötter (2009) skrifar
að „stjórn á hegðun krefjist ætíð stjórnar
sjálfsins á sjálfinu“ (bls. 23) hefur það
þannig skírskotun til raunveruleika vegna
þess að okkur einfaldlega finnst svo vera!
En við höfum aðeins orð okkar fyrir því
að það „sjálf“ sem hefur stjórn á „sjálfinu“
og það „sjálf“ sem stjórnast af „sjálfinu“
– frumlagið og andlagið – séu það sama.
Sjálfshugtakið ber með sér þennan vanda
og hann er til dæmis sígilt viðfangsefni í
umræðum heimspekinga um hugtakið
„sjálfsblekking“: hvernig sama sjálfið geti í
senn verið hið blekkta og það sem blekkir.
Vandinn hér er að skilgreina, hvað þá
greina, sjálfhverfa atburðarás. Það virð-
ist einfalt að „stjórn sjálfsins á sjálfinu“
eigi sér stað og í kenningu Baumeisters
og Exline (1999) um „sjálfstjórn“ fólks er
málið fljótt á litið ekki flóknara. Í tilefni af
greiningu þeirra á hlutverki framkvæmd-
arinnar í „sjálfstjórn“ fólks á hegðun sinni
undirstrika þeir að „self-regulation“, sem
mætti í skilningi höfunda fremur þýða
sem „sjálfstjórn“ en til dæmis „sjálfstill-
ingu“, feli í sér að sjálfið „orki á sjálft sig“
(bls. 86). Hér þarf þó að hafa varann á,
samkvæmt Baumeister og Exline (1999)
sjálfum: „sjálfið“ stjórni ekki „sjálfu sér“ „í
heild“, heldur því sem fellur utan „sjálfs-
ins“. „Geðshræringar og hugsanir eru ekki
sjálfið, en eru skynjaðar og hugsaðar (og
mögulega stjórnað) af sjálfinu“ (bls. 86).
Þar með er það leyst; „sjálfið“ er ekki að
fást við „sjálfið“ heldur eitthvað utan þess,
en samt felst „sjálfstjórn“ í því að „sjálfið
verki á sjálfið“!
Augljóslega er mótsögn í því að segja
að „sjálfið“ geri „sjálfið“ að viðfangi sínu,
vegna þess að „sjálf“ manneskju skilgrein-
ist bókstaflega af andstæðunni milli þess og
viðfangs þess. Ástæðulaust er að hafna því
að „sjálf“ sé að verki í hugtekningu hvaða
veruleika sem er, hugtekningu steins í götu
manns til dæmis; það getum við fallist á af
þeirri hugsun okkar að steinninn sé okkur
eitthvað en ekki bara sjálfum sér eða engu.
Og af þeirri reynslu okkar að steinninn er
okkur „steinn“, ásamt öllu öðru sem þann-
ig vekur hjá okkur tilfinningu fyrir því að
það sé okkur það sem það er en ekki bara
sjálfu sér, verður sjálfskennd okkar til. Hún
verður til við hugtekningu okkar af ytri
veruleika og er afstæð við þann veruleika.
Hún verður til af merkingu veruleikans fyrir