Tímarit um menntarannsóknir - 01.06.2012, Blaðsíða 81
81
Yager og náttúruvísindaleikurinn
Fensham, 1988) varð þessi undirbúningur
leiksins í raun þrunginn svo mikilli alvöru
vísindalegrar hugsunar að stappaði nærri
veruleikafirringu. Þannig hefði náttúru-
vísindamenntun verið slitin úr því félags-
lega samhengi sem nemendur þekktu (e.
desocialized), hugsanlega fyrir mistök eða
misskilning, og engu líkara en hún skyldi
fara fram í félagslegu og pólitísku tóma-
rúmi (DeBoer, 1991; Fensham, 1988).
Þessi mynd, þ.e. nemandi í almenna
skólakerfinu sem hermir eftir alvöruvís-
indamanni í námi sínu, endurspeglaði vel
hugmyndakerfi sem Michael Schiro (1978,
2008) lýsti sem einni af meginstefnum á
sviði námskrárþróunar á þessum tíma.
Það var svonefnd fræðigreinanálgun (e.
scholar academic approach), er byggðist á
eins konar stigveldisskipulagi. Efst stóðu
fræðimenn og vísindamenn á sviði við-
komandi fræðigreinar. Síðan komu kenn-
arar sem áttu að sérhæfa sig í að miðla
inntaki hennar ásamt ýmsum öðrum sér-
fræðingum og neðst voru nemendurnir.
Þeir voru hugsaðir sem nýgræðingar (e.
neophytes) sem áttu að innvígjast í fræðin
samkvæmt forskrift og fyrirmælum þeirra
sem efstir sátu, vísindamannanna, reynd-
ar einungis þeirra færustu í hverri fræði-
grein, ef fylgt hefði verið hugmyndum
James Killian, forseta M.I.T., á þessum
tíma (Dow, 1991). Námsiðkun nýgræðing-
anna fólst samkvæmt þessu líkani einmitt
í undirbúningi fyrir náttúruvísindaleikinn
sem, að mati Yagers, einungis þeir sárafáu
náðu á endanum að stunda er gerðu vís-
indi að ævistarfi.
Á ljósmyndum og kvikmyndum af
raunvísindakennslu þessa tíma, og reynd-
ar fram á okkar tíma, mátti oft sjá unglinga
í hvítum sloppum með öryggisgleraugu á
andlitinu, sýslandi með tilraunaglös, vogir
og bikarglös yfir gasloga, hermandi eftir
alvöruvísindamönnum. Bruner (1966) rök-
studdi þessa þróun meðal annars þannig:
Skólapilturinn sem lærir eðlisfræði er eðlisfræð-
ingur, og það er auðveldara fyrir hann að læra
eðlisfræði með því að hegða sér eins og eðlisfræð-
ingur en að gera eitthvað annað (Bruner, 1966, bls.
14).
En hvað olli því að hinir „litlu vísinda-
menn“, nýgræðingar í vísindaakademí-
unni, fengu ekki að stunda alvöruvísindi?
Eða öllu heldur, hvað átti Yager við þegar
hann hélt því fram að nemendur hlytu ein-
ungis þjálfun í leik sem væri aldrei leikinn
í raun. Svörin mátti meðal annars finna í
niðurstöðum Pauls Hurd (DeBoer, 1991)
um styrkleika og veikleika nývísindabylgj-
unnar. Einn meginveikleikinn var að við-
fangsefnin (æfingarnar) reyndust jafnan of
hástemmd, veruleikafirrt og þar með fjarri
áhugasviði nemenda. Nemendur fengu
með öðrum orðum þjálfun í einhverju sem
þeir náðu ekki að ljá merkingu, þrátt fyrir
fyrirheit um áherslu á formgerð og innri
tengsl.
Mannvísindi
Á áðurnefndri ráðstefnu í Woods Hole var
jafnframt til umræðu annar umbótaleikur
í menntun, leikur á sviði félags- og mann-
vísinda, sem gekk undir nafninu MACOS
(Man: A course of study). Þar var boðuð
djörf breyting á námi með tengingu við líf-
vísindi og mannfræði (Dow, 1991). Áhersla
var lögð á námið sem ferli, líkt og Hilda
Taba (1962) lýsti síðar, einnig svonefnda
vefjuuppbyggingu (e. spiral structure)