Tímarit um menntarannsóknir - 01.06.2012, Page 81

Tímarit um menntarannsóknir - 01.06.2012, Page 81
81 Yager og náttúruvísindaleikurinn Fensham, 1988) varð þessi undirbúningur leiksins í raun þrunginn svo mikilli alvöru vísindalegrar hugsunar að stappaði nærri veruleikafirringu. Þannig hefði náttúru- vísindamenntun verið slitin úr því félags- lega samhengi sem nemendur þekktu (e. desocialized), hugsanlega fyrir mistök eða misskilning, og engu líkara en hún skyldi fara fram í félagslegu og pólitísku tóma- rúmi (DeBoer, 1991; Fensham, 1988). Þessi mynd, þ.e. nemandi í almenna skólakerfinu sem hermir eftir alvöruvís- indamanni í námi sínu, endurspeglaði vel hugmyndakerfi sem Michael Schiro (1978, 2008) lýsti sem einni af meginstefnum á sviði námskrárþróunar á þessum tíma. Það var svonefnd fræðigreinanálgun (e. scholar academic approach), er byggðist á eins konar stigveldisskipulagi. Efst stóðu fræðimenn og vísindamenn á sviði við- komandi fræðigreinar. Síðan komu kenn- arar sem áttu að sérhæfa sig í að miðla inntaki hennar ásamt ýmsum öðrum sér- fræðingum og neðst voru nemendurnir. Þeir voru hugsaðir sem nýgræðingar (e. neophytes) sem áttu að innvígjast í fræðin samkvæmt forskrift og fyrirmælum þeirra sem efstir sátu, vísindamannanna, reynd- ar einungis þeirra færustu í hverri fræði- grein, ef fylgt hefði verið hugmyndum James Killian, forseta M.I.T., á þessum tíma (Dow, 1991). Námsiðkun nýgræðing- anna fólst samkvæmt þessu líkani einmitt í undirbúningi fyrir náttúruvísindaleikinn sem, að mati Yagers, einungis þeir sárafáu náðu á endanum að stunda er gerðu vís- indi að ævistarfi. Á ljósmyndum og kvikmyndum af raunvísindakennslu þessa tíma, og reynd- ar fram á okkar tíma, mátti oft sjá unglinga í hvítum sloppum með öryggisgleraugu á andlitinu, sýslandi með tilraunaglös, vogir og bikarglös yfir gasloga, hermandi eftir alvöruvísindamönnum. Bruner (1966) rök- studdi þessa þróun meðal annars þannig: Skólapilturinn sem lærir eðlisfræði er eðlisfræð- ingur, og það er auðveldara fyrir hann að læra eðlisfræði með því að hegða sér eins og eðlisfræð- ingur en að gera eitthvað annað (Bruner, 1966, bls. 14). En hvað olli því að hinir „litlu vísinda- menn“, nýgræðingar í vísindaakademí- unni, fengu ekki að stunda alvöruvísindi? Eða öllu heldur, hvað átti Yager við þegar hann hélt því fram að nemendur hlytu ein- ungis þjálfun í leik sem væri aldrei leikinn í raun. Svörin mátti meðal annars finna í niðurstöðum Pauls Hurd (DeBoer, 1991) um styrkleika og veikleika nývísindabylgj- unnar. Einn meginveikleikinn var að við- fangsefnin (æfingarnar) reyndust jafnan of hástemmd, veruleikafirrt og þar með fjarri áhugasviði nemenda. Nemendur fengu með öðrum orðum þjálfun í einhverju sem þeir náðu ekki að ljá merkingu, þrátt fyrir fyrirheit um áherslu á formgerð og innri tengsl. Mannvísindi Á áðurnefndri ráðstefnu í Woods Hole var jafnframt til umræðu annar umbótaleikur í menntun, leikur á sviði félags- og mann- vísinda, sem gekk undir nafninu MACOS (Man: A course of study). Þar var boðuð djörf breyting á námi með tengingu við líf- vísindi og mannfræði (Dow, 1991). Áhersla var lögð á námið sem ferli, líkt og Hilda Taba (1962) lýsti síðar, einnig svonefnda vefjuuppbyggingu (e. spiral structure)
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178
Page 179
Page 180
Page 181
Page 182

x

Tímarit um menntarannsóknir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit um menntarannsóknir
https://timarit.is/publication/1140

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.