Tímarit um menntarannsóknir - 01.06.2012, Blaðsíða 68

Tímarit um menntarannsóknir - 01.06.2012, Blaðsíða 68
68 Kristín Bjarnadóttir hófust flesta daga kl. 20. Þættirnir eru ekki lengur til og allt sem segja má um þá er háð minni viðmælenda. Hefð var fyrir tungumálakennslu í útvarpi og þennan vetur fór til dæmis fram ensku- kennsla í sjónvarpinu síðdegis á laugar- dögum. Yfir 92% 10–14 ára barna í Reykja- vík og Vestmannaeyjum svöruðu því til í félagsvísindalegri könnun að sjónvarp væri til á heimilum þeirra en sjónvarp náði þá einungis til Suður- og Suðvesturlands (Þorbjörn Broddason munnleg heimild, 23. ágúst 2010). Höfundur þessarar greinar hafði ekki sjónvarp og gat aðeins fylgst með fáeinum þáttum, en af miklum áhuga, sem há- skólanemi í stærðfræði og kennslufræði. Flestir þeir sem áttu sjónvarp á þessum tíma, foreldrar og kennarar, eru nú komnir yfir sjötugt og þeir og börn þeirra, sem þá voru á unglingsaldri, eru þeir sem eru líklegir til að muna efni þáttanna. Þeirra á meðal eru Valbjörn (munnleg heimild, 28. ágúst 2010), Jónas (munnleg heimild 2. september 2010), Gunnur (munnleg heim- ild 3. september 2010) og Jóna (munnleg heimild 4. mars 2011) sem minnast þess ásamt höfundi að efnið var nátengt bók Guðmundar, Tölur og mengi; um tölur, deilanleika talna, prímtölur, frumþáttun og talnaritun í sætiskerfi með mismunandi grunntölum eins og 6, 8 og 2. Sérstaklega var minnst á tvíundakerfi með tilliti til nýrrar tölvutækni. Síðan komu skilgrein- ingar á mengjaaðgerðum, opnum yrðing- um, leiðingum og neitun, inngangur að mengjaalgebru og fleira í framhaldi af því (Guðmundur Arnlaugsson, 1966). Þættirnir hlutu góða dóma í dagblöðum og öðrum miðlum. 1. mynd fylgdi dagskrá sjónvarpsins í einu dagblaðanna ásamt því að þættir Guðmundar hefðu mælst mjög vel fyrir og margir hefðu þóst verða ein- hvers vísari um nýju stærðfræðina (Þriðju- dagur. Sjónvarp, 1967). Sjónvarpstíðindi voru vikulegur bæklingur sem var dreift meðal sjónvarpsnotenda. Þar var tvisvar minnst sérstaklega á þættina um nýju stærðfræðina þar sem fram kom að þætt- irnir væru afbragðsgóðir og Guðmundur virtist vera fæddur sjónvarpsmaður (Spjall, 1967a; 1967b). Fyrsti þátturinn um tölur og mengi hefði verið sérstaklega áheyrilegur og skýrt og skilmerkilega fram settur. „Vitum við um ýmsa sem ekki hafa gaman af tölum og talnafræði, en höfðu samt hina beztu skemmtan af þessu spjalli Guðmundar“ (Spjall, 1967a). Viðmælendurnir Valbjörn, Gunnur og Jóna voru öll fædd árið 1952 og sátu í lands- prófsbekk þennan vetur þar sem námsefni þetta var kennt. Jónas, sem var ári yngri, fylgdist einnig grannt með þáttunum. Það gerðu feður þeirra Valbjörns og Jónasar líka en ekki mæður þeirra. Efni þáttanna hefur hentað þeim vel sem voru að búa sig undir landspróf og menntaskólanám og lásu kennslubókina Tölur og mengi sem þá var kennd í mörgum skólum í til- raunaskyni og var tekin upp árið eftir sem námsefni fyrir alla til landsprófs. Valbjörn mundi vel eftir tvíundakerfinu og mengja- algebrunni og leiðingarnar voru honum opinberun. Bekkjarfélagi Valbjörns, Jóna, man að kennari þeirra ræddi efni þátt- anna í kennslustundum, og Jóna, Jónas og Gunnur minnast þess að eldri systkini þeirra, sem voru þá komin í menntaskóla,
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164
Blaðsíða 165
Blaðsíða 166
Blaðsíða 167
Blaðsíða 168
Blaðsíða 169
Blaðsíða 170
Blaðsíða 171
Blaðsíða 172
Blaðsíða 173
Blaðsíða 174
Blaðsíða 175
Blaðsíða 176
Blaðsíða 177
Blaðsíða 178
Blaðsíða 179
Blaðsíða 180
Blaðsíða 181
Blaðsíða 182

x

Tímarit um menntarannsóknir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit um menntarannsóknir
https://timarit.is/publication/1140

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.