Tímarit um menntarannsóknir - 01.06.2012, Blaðsíða 35
35
Kennaraskólinn í Nääs og fyrstu íslensku nemendur hans í uppeldismiðaðri smíðakennslu
úr Grindavík, sem varð fyrst allra Íslend-
inga til þess að mennta sig á þessu sviði,
árið 1889.
Höfundar greinarinnar lögðu leið sína
til skólaseturs Salomons í Nääs til þess
að leita að og safna heimildum um þá Ís-
lendinga er stunduðu þar nám um 1900.
Um leið sóttu þeir fróðleik til sænskra
og danskra fræðimanna sem rannsakað
höfðu sögu slöjdsins á Norðurlöndum, og
könnuðu einnig gamlar heimildir og bréf í
Slöjdkennaraskólanum í Kaupmannahöfn,
á menntasetrinu í Nääs, í Þjóðarbókhlöð-
unni í Gautaborg og á íslenskum söfnum.
Fyrst verður gerð grein fyrir þeirri rann-
sóknaraðferð sem greinin er byggð á. Síð-
an verður fjallað um þá hugmyndafræði
og kennsluaðferðir sem skóli Salomons í
Nääs byggðist á. Því næst verða fyrstu ís-
lensku nemendum Salomons í uppeldis-
miðaðri smíði gerð skil, svo og kennslu-
starfi þeirra á upphafstíma uppeldismið-
aðrar smíði hér á landi. Að lokum draga
höfundar efni greinarinnar saman.
Aðferð
Stuðst var við nokkrar aðferðir sem, sam-
kvæmt Cohen, Manion og Morrison (2005),
eru notaðar við sögulegar rannsóknir.
Gögnum er safnað á kerfisbundinn og
hlutlausan hátt svo að rannsakandinn geti
ályktað um liðna atburði. Við afmörkun
viðfangsefnisins er gjarnan spurt spurn-
inga eins og þessara: Hvar áttu atburðir
sér stað? Hvaða einstaklingar koma við
sögu? Hvenær gerðust atburðirnir? Hvaða
mannlegu athafnir áttu sér stað og á hvaða
hugmyndum byggðust athafnirnar? (Co-
hen, Manion og Morrison, 2005).
Meginrannsóknarspurningar höfunda
voru:
1. Hver eru helstu einkenni slöjdstefn-
unnar?
2. Hvaða Íslendingar námu slöjd við
skóla Ottós Salomon í Nääs í Svíþjóð?
3. Hvernig fór kennsla Salomons fram?
4. Hvaða áhrif höfðu fyrstu einstakling-
arnir á upphafstíma skólasmíði á Ís-
landi?
Notuð var greiningaraðferð Miles og
Huberman (1994) sem kölluð hefur verið
smættun. Rannsakendur verða að vera
í nánum tengslum við viðfangsefnið og
safna gögnum sem miða að því að skilja
viðfangsefnið til hlítar og fá heildarmynd
af því. Þegar lesið er úr gögnunum eru
dregnar fram ákveðnar áherslur sem geta
varpað ljósi á viðfangsefnið.
Tölfræðin var notuð til þess að fara yfir
fyrirliggjandi gögn um nemendur er sótt
höfðu námskeið í uppeldislegri smíði á
upphafstímum hennar. Höfundar skoð-
uðu t.d. hvernig nemendur voru flokkaðir,
hvenær þeir tóku þátt í námskeiðunum og
samsetningu námskeiðshópa.
Gömlum sagnfræðilegum heimildum
1. mynd: Helstu frumkvöðlar
slöjdsins voru , taldir frá vinstri,
Uno Cygnæus, Otto Salomon og
Aksel Mikkelsen