Tímarit um menntarannsóknir - 01.06.2012, Side 35

Tímarit um menntarannsóknir - 01.06.2012, Side 35
35 Kennaraskólinn í Nääs og fyrstu íslensku nemendur hans í uppeldismiðaðri smíðakennslu úr Grindavík, sem varð fyrst allra Íslend- inga til þess að mennta sig á þessu sviði, árið 1889. Höfundar greinarinnar lögðu leið sína til skólaseturs Salomons í Nääs til þess að leita að og safna heimildum um þá Ís- lendinga er stunduðu þar nám um 1900. Um leið sóttu þeir fróðleik til sænskra og danskra fræðimanna sem rannsakað höfðu sögu slöjdsins á Norðurlöndum, og könnuðu einnig gamlar heimildir og bréf í Slöjdkennaraskólanum í Kaupmannahöfn, á menntasetrinu í Nääs, í Þjóðarbókhlöð- unni í Gautaborg og á íslenskum söfnum. Fyrst verður gerð grein fyrir þeirri rann- sóknaraðferð sem greinin er byggð á. Síð- an verður fjallað um þá hugmyndafræði og kennsluaðferðir sem skóli Salomons í Nääs byggðist á. Því næst verða fyrstu ís- lensku nemendum Salomons í uppeldis- miðaðri smíði gerð skil, svo og kennslu- starfi þeirra á upphafstíma uppeldismið- aðrar smíði hér á landi. Að lokum draga höfundar efni greinarinnar saman. Aðferð Stuðst var við nokkrar aðferðir sem, sam- kvæmt Cohen, Manion og Morrison (2005), eru notaðar við sögulegar rannsóknir. Gögnum er safnað á kerfisbundinn og hlutlausan hátt svo að rannsakandinn geti ályktað um liðna atburði. Við afmörkun viðfangsefnisins er gjarnan spurt spurn- inga eins og þessara: Hvar áttu atburðir sér stað? Hvaða einstaklingar koma við sögu? Hvenær gerðust atburðirnir? Hvaða mannlegu athafnir áttu sér stað og á hvaða hugmyndum byggðust athafnirnar? (Co- hen, Manion og Morrison, 2005). Meginrannsóknarspurningar höfunda voru: 1. Hver eru helstu einkenni slöjdstefn- unnar? 2. Hvaða Íslendingar námu slöjd við skóla Ottós Salomon í Nääs í Svíþjóð? 3. Hvernig fór kennsla Salomons fram? 4. Hvaða áhrif höfðu fyrstu einstakling- arnir á upphafstíma skólasmíði á Ís- landi? Notuð var greiningaraðferð Miles og Huberman (1994) sem kölluð hefur verið smættun. Rannsakendur verða að vera í nánum tengslum við viðfangsefnið og safna gögnum sem miða að því að skilja viðfangsefnið til hlítar og fá heildarmynd af því. Þegar lesið er úr gögnunum eru dregnar fram ákveðnar áherslur sem geta varpað ljósi á viðfangsefnið. Tölfræðin var notuð til þess að fara yfir fyrirliggjandi gögn um nemendur er sótt höfðu námskeið í uppeldislegri smíði á upphafstímum hennar. Höfundar skoð- uðu t.d. hvernig nemendur voru flokkaðir, hvenær þeir tóku þátt í námskeiðunum og samsetningu námskeiðshópa. Gömlum sagnfræðilegum heimildum 1. mynd: Helstu frumkvöðlar slöjdsins voru , taldir frá vinstri, Uno Cygnæus, Otto Salomon og Aksel Mikkelsen
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164
Side 165
Side 166
Side 167
Side 168
Side 169
Side 170
Side 171
Side 172
Side 173
Side 174
Side 175
Side 176
Side 177
Side 178
Side 179
Side 180
Side 181
Side 182

x

Tímarit um menntarannsóknir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit um menntarannsóknir
https://timarit.is/publication/1140

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.