Tímarit um menntarannsóknir - 01.06.2012, Page 90

Tímarit um menntarannsóknir - 01.06.2012, Page 90
90 Meyvant Þórólfsson nedy, 2005; Millar, Leach, Osborne og Ratcliffe, 2006). Áríðandi er að skýra þennan vanda nánar og leita lausna á honum. • Kennarinn, hlutverk hans, áhugi, kunnátta og menntun. Síðast en ekki síst skiptir máli að huga að þætti kennarans. Öllum kenningum, tillögum og rannsóknum á náttúruvísindamenntun ber saman um að umbætur, af hvaða tagi sem þær eru, reynast gagnslausar ef traust menntun, kunnátta, áhugi og þátttaka kennara er ekki fyrir hendi (DeBoer, 1991; Fé- lag háskólamenntaðra kennara, 1969; Menntamálaráðuneytið, 1968; Osborne og Dillon, 2008; Sveinbjörn Björnsson, 1966). Af þessu má draga þá ályktun að hvert sem tímabilið hefur verið, tími hinnar uppeldislegu framsæknistefnu, umbótaleikur sjöunda áratugarins eða tími hinnar nýju framsæknistefnu, missir hugmyndafræðin marks ef lyk- ilaðilar vettvangsins eru ekki tilbúnir eða færir um að túlka hana og útfæra. Í því sambandi er mikilvægt að benda á rannsóknir á borð við Shulman (1986; 1987) og Deng (2007). Þeim ber öllum saman um að þekking á inntaki nátt- úruvísinda sé vissulega forsenda þess að kennari nái árangri á sviðinu. En þeir vilja jafnframt undirstrika að gera þurfi greinarmun á náttúruvísindum sem námsgrein annars vegar og nátt- úruvísindum sem akademísku fræða- sviði hins vegar. Að ná tökum á eðlis- fræði sem námsgrein felur til dæmis fjölmargt fleira í sér en að kunna efnið vel, þótt það sé mikilvægt. Deng (2007) bendir á að þar komi nefnilega til sög- unnar fimm aðrar víddir en fræðileg kunnátta. Þessar víddir skarist, þ.e. hin uppeldislega, þekkingarfræðilega, félags-menningarlega, rökfræðilega og hin sálfræðilega; þessar víddir samein- ist allar í því sem Lee Shulman nefndi „pedagogical content knowledge“ (PCK), þ.e. því að hafa vald á efninu og kunna að bera það á borð fyrir nem- endur með hliðsjón af stöðu þeirra, félagslegu samhengi og forsendum á hverjum tíma. Höfundur þessarar greinar leyfir sér hér með að láta í ljósi efasemdir um að staða náttúruvísindamenntunar hérlendis hafi breyst svo nokkru nemi til batnaðar frá því að Sveinbjörn Björnsson (1966) ritaði grein sína í Menntamál fyrir tæpum fimm- tíu árum. Rannsóknir hérlendis á nátt- úruvísindamenntun (Allyson Macdonald, 1993; Allyson Macdonald o.fl., 2006/2007; Meyvant Þórólfsson, Allyson Macdonald og Eggert Lárusson, 2007) benda til þess að enn sé þetta svið að mörgu leyti jafn- veikburða og þá var haldið fram. Svein- björn og fleiri töluðu m.a. um veikburða þekkingu og óljósar kröfur um kunnáttu og færni jafnt nemenda sem kennara. Orsakir slæms ástands töldu höfundar skýrslu Félags háskólamenntaðra kennara (1969) meðal annars mega finna í skorti á sérmenntuðum kennurum „ … jafnframt sem það segir sína sögu um hina óvirku afstöðu fræðsluyfirvalda, að þetta ástand hefur liðizt svo lengi.“ (bls. 9). Hér er óhik- að látið að því liggja að allir hlutaðeigandi aðilar hafi sofið á verðinum. Svo virðist sem náttúruvísindaleikurinn, sem Yager
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178
Page 179
Page 180
Page 181
Page 182

x

Tímarit um menntarannsóknir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit um menntarannsóknir
https://timarit.is/publication/1140

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.