Tímarit um menntarannsóknir - 01.06.2012, Page 166
166
Guðrún Björg Ragnarsdóttir og Anna-Lind Pétursdóttir
vikur. Ætíð var notuð sama útgáfa stuðn-
ingsáætlunar eftir frí og notuð var síðustu
daga fyrir frí.
Í ferlinu kom aðeins einu sinni fyrir að
lækka þurfti viðmið um frammistöðu milli
stuðningsáætlana. Það var gert í kjölfar
hlés á íhlutun Einars vegna lyfjabreytinga,
sem reyndust Einari erfiðar. Einnig tók
annar sérkennari við framkvæmd íhlutun-
ar, sem Einar var ekki sáttur við. Því þótti
ráðlegt að lækka viðmiðin í stuðningsáætl-
uninni til að hann ætti meiri möguleika á
að ná markmiðum þrátt fyrir aukna erfið-
leika.
Framkvæmd stuðningsáætlana var í
höndum umsjónarkennara þátttakenda
með hliðsjón af skriflegum leiðbeiningum
og undir handleiðslu fyrri höfundar. Fram-
kvæmdin var metin af fyrri höfundi sam-
hliða mælingum á hegðun þátttakenda og
með því að athuga skráningar kennara í
hvatningarbækurnar. Meðan á rannsókn
stóð hélt fyrri höfundur fundi með kenn-
urum þátttakenda til að ræða gang mála
og næstu skref í stuðningsáætlunum.
Fyrri höfundur tók einnig óformlega við
ábendingum frá starfsfólki skóla meðan á
rannsókninni stóð og tók mið af þeim við
næstu útgáfu stuðningsáætlana.
Rannsóknarsnið
Til að meta áhrif stuðningsáætlana á
truflandi hegðun þátttakanda var notað
einliða snið með margföldum grunnskeið-
um. Einliðasnið (e. single-subject experi-
mental design) er megindleg rannsókn-
araðferð þar sem hegðun eða líðan ein-
staklings er borin saman í mismunandi
aðstæðum með endurteknum mælingum
(Guðrún Árnadóttir og Þorlákur Karlsson,
2003; Kazdin, 2011). Í margföldu grunn-
skeiðssniði (e. multiple baseline design)
eru áhrif íhlutunar (B) metin endurtekið
með samanburði við grunnskeiðsmæling-
ar (A) hvers þátttakanda og annarra þátt-
takenda. Þegar íhlutun hefur sýnt jákvæð
áhrif hjá fyrsta þátttakanda lýkur grunn-
skeiðsmælingum hjá næsta þátttakanda
og íhlutun hefst hjá honum og svo koll af
kolli þar til íhlutun er komin í framkvæmd
fyrir alla þátttakendur (Kazdin, 2011).
Aðlagaðar áhrifsstærðir (e. adjusted
effect size) voru reiknaðar til að meta mun
milli grunnskeiðs- og íhlutunarskeiða sem
hlutfall af sameinuðu (e. pooled) staðalfrá-
viki beggja skeiða. Notuð var reikniregla
Rosenthal (1994) þar sem tekið er mið af
sjálffylgni (e. autocorrelation) milli endur-
tekinna mælinga sem gerir útkomuna
sambærilega við Cohen´s d (Cohen, 1988;
Riley-Tillman og Burns, 2009). Við útreikn-
ing áhrifsstærða voru notaðar síðustu
þrjár mælingar skeiðanna til að hafa jafnan
fjölda mælinga í samanburði fyrir og eftir
íhlutun (sjá Swanson og Sachse-Lee, 2000).
Niðurstöður
Hér verður lýst áhrifum einstaklingsmið-
aðra stuðningsáætlana með stighækkandi
viðmiðum um frammistöðu á truflandi
hegðun hvers þátttakanda fyrir sig. 1.
mynd sýnir niðurstöðurnar með marg-
földu grunnskeiðssniði þar sem bornar eru
saman mælingar á truflandi hegðun þátt-
takenda fyrir íhlutun (A), meðan á íhlutun
stóð (B1-B17) og þegar hvatningarkerfi var
ekki í notkun (B0).