Tímarit um menntarannsóknir - 01.06.2012, Blaðsíða 54

Tímarit um menntarannsóknir - 01.06.2012, Blaðsíða 54
54 Gísli Þorsteinsson og Brynjar Ólafsson Niðurlag Upphaf uppeldismiðaðrar smíðakennslu á Íslandi í byrjun 19. aldar byggðist að mestu leyti á kennurum er sótt höfðu sér kennaramenntun í skóla Ottos Salomon í Nääs. Kennsla þeirra tók því mið af hug- mynda- og aðferðafræði Salomons, sem lagði áherslu á það að hún stuðlaði að almennum þroska nemandans. Þessir einstaklingar höfðu einnig áhrif á þróun kennaramenntunar í uppeldismiðaðri smíði, svo sem Jón Þórarinsson og Matth- ías Þórðarson. Framlag þeirra varð einnig til þess að opna augu ráðamanna og al- mennings fyrir uppeldislegu gildi verk- legrar alþýðumenntunar. Greinin átti þó erfitt uppdráttar í fyrstu vegna skorts á menntuðum kennurum og aðstöðu og vegna íhaldssemi ráðamanna. Um 1920 urðu áhrif heimilisiðnaðar- gilda yfirgnæfandi og hugsunin um þjóðrækni og gerð íslensks handverks í skólum. Einnig hafði gætt áhrifa frá heim- ilisiðnaðarhreyfingum á Norðurlöndum. Þrátt fyrir áhrif heimilisiðnaðarins á skóla- smíðina á þessum tíma efldist hún smám saman og varð að föstum þætti í íslenskri alþýðumenntun. Sjónarmið heimilisiðnað- arins lutu í lægra haldi fyrir áherslunni á hinn almenna þroska nemandans. Salomon gerði skýran greinarmun á heimilisiðnaði og uppeldismiðuðu hand- verki. Áherslur hans voru á hið mennt- andi gildi handverksiðkunar, í stað hag- nýtra sjónarmiða (Jón Þórarinsson, 1891; Salomon, 1892a). Á tíma skólasmíðinnar kemur fram gagnrýni á hið fastmótaða kerfi Salomons, sem var fullt af endur- tekningum og gerði ekki ráð fyrir eigin verkefnavali nemandans. Salomon breytti þó afstöðu sinni, nokkrum árum fyrir and- lát sitt, og gaf nemendum aukið svigrúm eftir að hafa lokið ákveðinni frumþjálfun. Þegar námskrár í greininni fóru að þróast hér á landi var síðan aukin áhersla lögð á sjálfsákvörðunarrétt nemandans og frelsi hans til sköpunar. Mismunandi námskrár þróuðust fram til dagsins í dag (Fræðslumálastjórnin, 1948; Menntamálaráðuneytið, 1960; 1977; 1989; 1999; 2007), en þó má rekja rætur þeirra allra til hugmyndafræði frum- kvöðla slöjdsins, sem haldið hefur velli öll þessi ár frá því að Salomon starfrækti skóla sinn í Nääs. Hin upprunalegu upp- eldislegu gildi slöjdsins eru enn undir- staða greinarinnar og markmið kennarans hið sama; að þroska einstaklinginn og gera hann að betri þjóðfélagsþegni. Ljóst er að skóli Salomons mótaði upp- hafsár uppeldismiðaðrar smíðakennslu á Íslandi með starfi Vilhjálmínu, Matthíasar og Láru, ásamt því að hafa áhrif á þá sem á eftir komu. Allir hafa þessir kennarar heillast af hugmyndafræði Salomons og einkenndist kennsla þeirra af áræðni og hugsjónamennsku. Þeirra ber að minnast sem þátttakenda í mótun íslenskrar skóla- sögu og menningar og er það einn tilgang- ur þessarar greinar. Sigríður Magnússon studdi Vilhjálmínu til náms, en Sigríður var undir sterkum áhrifum frá handverks- frömuðinum William Morris (Norman, 1996) sem var umhugað um gildi hand- verks fyrir einstaklinginn og samfélagið. Otto Salomon studdi einnig menntun Vil- hjálmínu fjárhagslega og hvatti hana til dáða, ásamt því að fylgjast með tilraun
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164
Blaðsíða 165
Blaðsíða 166
Blaðsíða 167
Blaðsíða 168
Blaðsíða 169
Blaðsíða 170
Blaðsíða 171
Blaðsíða 172
Blaðsíða 173
Blaðsíða 174
Blaðsíða 175
Blaðsíða 176
Blaðsíða 177
Blaðsíða 178
Blaðsíða 179
Blaðsíða 180
Blaðsíða 181
Blaðsíða 182

x

Tímarit um menntarannsóknir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit um menntarannsóknir
https://timarit.is/publication/1140

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.