Tímarit um menntarannsóknir - 01.06.2012, Page 50

Tímarit um menntarannsóknir - 01.06.2012, Page 50
50 Gísli Þorsteinsson og Brynjar Ólafsson smíði. Voru þetta eiginleikar sem bæði komu honum vel sem kennara og þjóð- minjaverði. Ásmundur Guðmundsson biskup lýsir kennslustundum hjá Matth- íasi, sem fyrrverandi nemandi hans í Barnaskólanum, á eftirfarandi hátt: Miðstofan í kjallaranum var smíðastofan. Þar var fullt af hefilbekkjum og smíðatól héngu upp um alla veggi, en efniviður á hillum undir lofti. Í suðausturhorni úti við gluggann átti Matthías sér sæti. Þangað áttum við nemendur mörg spor með smíðisgripi okkar hálfsmíðaða eða fullsmíðaða að okkar mati. Kennarinn var ekki alltaf á sama máli um það. Matthías var fljótur að sjá smíðagallana og benda okkur á þá. Hann fór næmum höndum um smíðisgripinn og ef nokkur arða fannst þá var að gera betur. Smíðað var eftir föstu kerfi og tók við hver hluturinn af öðrum og smáþyngdist við- fangsefnið. Við urðum sjálfsagt fæstir smiðir af þessari kennslu og hagleikur nemenda var ærið misjafn. Sumir gerðu sína hluti og meira til. Aðrir náðu ekki því marki sem fyrir var sett. En tvennt var það sem við lærðum í þessum tímum: vand- virkni og nákvæmni. Prúðmennska og virðuleiki Matthíasar hafði líka sín áhrif (Freysteinn Gunn- arsson, 1958, bls. 167–168). Vegna aukinna anna sem þjóðminja- vörður við Þjóðminjasafnið hætti Matthías kennslu um 1921 (Freysteinn Gunnarsson, 1958). Á sama tíma var skólasmíðin lögð niður í Barnaskóla Reykjavíkur, en í stað hennar kenndu þeir Jón Stefánsson skó- smíðameistari og Eiríkur Magnússon bók- bindari drengjum skósmíði og bókband (Barnaskóli Reykjavíkur, 1920, 1930). Einnig kom að kennslunni Guðmundur frá Mosdal á Ísafirði, en hann kenndi bursta- gerð og trésmíði. Skólaárið1923 hófst aftur regluleg kennsla í skólasmíði samkvæmt kerfi Salomons. Þá buðust Geir Gígja og Pálmi Jósepsson, kennarar við skólann, til þess að taka kennsluna að sér. Matth- ías var þá fenginn til þess að koma þeim á rekspöl og hafa eftirlit með kennslunni. Skólaárið 1929–1930 sótti Geir Gígja sér frekari menntun í skólasmíði í slöjdskóla Mikkelsens í Kaupmannahöfn og hóf síðan kennslu samkvæmt aðferðum hans (Barnaskóli Reykjavíkur, 1930). 13. mynd: Matthías með nemendum sínum í smíðastofu Barnaskóla Reykjavíkur 1909.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178
Page 179
Page 180
Page 181
Page 182

x

Tímarit um menntarannsóknir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit um menntarannsóknir
https://timarit.is/publication/1140

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.