Tímarit um menntarannsóknir - 01.06.2012, Side 52

Tímarit um menntarannsóknir - 01.06.2012, Side 52
52 Gísli Þorsteinsson og Brynjar Ólafsson breyttu allri samfélagsgerðinni og lærðu börnin ekki lengur handverk kynslóð fram af kynslóð (Áslaug Sverrisdóttir, 2011). Á þessum tíma voru því víða stofnuð heim- ilisiðnaðarfélög með það að markmiði að gera heimilisiðnað að þætti í alþýðu- menntun (Thorbjörnsson, 1992). Handavinnuskóli Thorvaldsensfélags- ins var stofnaður árið 1877 og einnig nokkrir húsmæðraskólar fyrir ungar stúlkur. Á svipuðum tíma stofnaði enski listamaðurinn William Morris umbóta- hreyfinguna Arts and Crafts sem stefndi að því að endurlífga gamlar handverksað- ferðir. Kenningar Morris um samfélags- legt gildi handverks sköpuðu umbóta- öldu sem varð m.a. til þess að umbreyta þýskum skólum (Thorbjörnsson, 1992). Undir þessum áhrifum stofnaði Sigríður Magnússon, sem var í vinfengi við Morris og fjölskyldu hans, m.a. kvennaskólann í Vinaminni, þar sem Vilhjálmína Odds- dóttir kenndi. Þó að markmið heimilis- iðnaðarins og slöjdsins hafi verið ólík voru þau þó ekki ósamrýmanleg, þar sem hand- verk var vettvangur þeirra beggja. Heimilisiðnaðarfélag Íslands var stofn- að þann 12. júlí 1913. Helsti tilgangur HÍ var að auka og efla þjóðlegan heimilisiðn- að á Íslandi, stuðla að vöndun hans og feg- urð og vekja áhuga manna á því að fram- leiða nytsama hluti. Jafnframt átti félagið að stuðla að arðvænlegri sölu á íslenskum heimilisiðnaðarafurðum, bæði á Íslandi og erlendis (Inga Lára Lárusdóttir, 1913). Við stofnun félagsins hélt Matthías Þórðarson stutt og gagnort erindi um heimilisiðnað og þýðingu hans (Inga Lára Lárusdóttir, 1913). Fyrsti formaður félags- ins var Jón Þórarinsson fræðslumálastjóri og með honum í stjórn voru Matthías Þórðarson fornminjavörður, Inga Lára Lárusdóttir, Rögnvaldur Ólafsson, fyrsti starfandi arkitekt landsins, Ásgeir Torfa- son, fyrsti efnafræðingur landsins, Ingi- björg H. Bjarnason, forstöðukona Kvenna- skólans í Reykjavík, og Sigríður Björns- dóttir („Saga félagsins“, 2012). Forsaga stofnunar HÍ á eflaust rót sína að rekja til ársins 1862, þegar Sigurður Guðmundsson málari fékk þá hugmynd að koma upp forngripasafni til þess að varðveita íslenska gripi og menningar- verðmæti frá 1000 ára tilveru íslenskrar þjóðar í landinu (Áslaug Sverrisdóttir, 2011). Hugmynd Sigurðar fékk fljótt stuðning og árið 1863 var Forngripasafn Íslands stofnað. Matthías Þórðarson var settur fornminjavörður safnsins árið 1908. Með stofnun forngripasafnsins fóru menn að skilja betur gildi þess að halda til haga góðum gripum og bjarga bókum frá eyði- leggingu eða flutningi til útlanda. Einnig fóru menn að átta sig á gömlum verkað- ferðum og meta gildi gamals handverks („Saga félagsins“, 2012). Eftir aldamótin byrjuðu vinir heimilisiðnaðarins einnig að halda ýmiss konar námskeið, t.d. í vefnaði (Heimilisiðnaðarfélag Íslands, 2012). Um 1920 kemur fram gagnrýni á skóla- iðnaðinn á Íslandi fyrir sífelldar endur- tekningar og skort á hagnýtum við- fangsefnum er gætu eflt heimilisiðnað og atvinnulíf á Íslandi. Sigrún Pálsdóttir Blöndal skrifar um skólaiðnað í tímaritinu Hlín árið 1929: Skólaiðnaðurinn (slöjd) er viðurkenningin um nauðsyn vinnunnar til hjálpar andlegum þroska. Það er líka farið að kenna slöjd í skólum hér. En má ekki eins kenna íslenskan heimilisiðnað í skól- unum? Mér hefur alltaf fundist þessi skólaiðn-
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164
Side 165
Side 166
Side 167
Side 168
Side 169
Side 170
Side 171
Side 172
Side 173
Side 174
Side 175
Side 176
Side 177
Side 178
Side 179
Side 180
Side 181
Side 182

x

Tímarit um menntarannsóknir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit um menntarannsóknir
https://timarit.is/publication/1140

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.