Tímarit um menntarannsóknir - 01.06.2012, Qupperneq 102

Tímarit um menntarannsóknir - 01.06.2012, Qupperneq 102
102 Greining gagna Viðtölin voru hljóðrituð, afrituð frá orði til orðs og síðan kóðuð og flokkuð. Því næst voru þau færð yfir í NVivo-forritið og flokkuð samkvæmt kóðunum. Um var að ræða lýsandi flokkun sem fól í sér litla túlkun. Skoðað var hvað börnin nefndu oft, hvort ákveðin mynstur væru sjáanleg og hvað stæði upp úr. Þegar gögnin höfðu verið flokkuð á þennan hátt voru þau lesin aftur og kóðuð út frá rannsóknarspurning- unum og kenningarlegum ramma rann- sóknarinnar. Umræður barnanna um und- irbúning fyrir grunnskólagönguna í leik- skólanum og væntingar þeirra um skóla- gönguna stóðu upp úr (Graue og Walsh, 1998; Miles og Huberman, 1994). Hugtökin réttmæti og áreiðanleiki hafa aðra merkingu í eigindlegum rannsóknum en í megindlegum þar sem gengið er út frá mælingum. Þeir sem nota eigindlega að- ferðafræði leggja áherslu á að skráning og greining á gögnum endurspegli veru- leikann sem verið er að rannsaka. Til- gangurinn er ekki að komast að algildri niðurstöðu né er gert ráð fyrir að hægt sé að endurtaka rannsóknina og fá sömu niðurstöður. Til að tryggja réttmæti og áreiðanleika í þessari rannsókn lásu tveir rannsakendur gögnin og kóðuðu þau hvor í sínu lagi. Með því að ganga út frá mynd- um, sem börnin sjálf tóku, í viðtölunum fléttaðist gagnagreiningin jafnframt sam- an við gagnaöflunina. Þannig var leitast við að gefa börnunum færi á raunverulegri þátttöku þar sem þau hefðu áhrif á gagna- öflunina, greiningu og túlkun niðurstaðna (Jóhanna Einarsdóttir, 2012). Niðurstöður Væntingar til grunnskólagöngunnar Í báðum leikskólunum ræddu börnin á jákvæðan hátt um komandi grunnskóla- göngu og sögðust búast við að það yrði gaman í skólanum. Þau minntust á fjöl- breytta hluti sem þar yrði gaman að takast á við. Gunnar var til dæmis spenntur að fara í íþróttir og körfubolta í skólanum. Jón taldi að það yrði gaman að læra í skól- anum en gæti orðið erfitt fyrst, eins og fram kemur í dæminu hér á eftir. R: Hvernig verður í skólanum? Jón: Sko. Það verður bara gaman. R: Já. Jón: Bara ekkert gaman í fyrsta skipti. R: Nei? Jón: Út af því að þá er maður bara – þá byrjar kennarinn að láta mann læra. R: Hvernig heldur þú að það verði? Jón: Ég held kannski bara –kannski eitthvað – ég held að það verði bara skemmtilegt. R: Hvað heldur þú að þú eigir eftir að læra? Jón: Svona læra um Afríku og öll löndin og svona. Flest börnin gerðu ráð fyrir töluverðum breytingum frá leikskóla í grunnskóla og mörg þeirra töluðu um að þegar þau byrj- uðu í skólanum þyrftu þau að fara að læra fyrir alvöru. Páll taldi að miklar breytingar færu í hönd þegar hann byrjaði í grunn- skóla. „Það er eiginlega ekkert alveg eins og hérna,“ sagði hann. Í báðum leikskól- unum nefndu börnin að þau myndu læra nýja hluti í grunnskólanum og mörg þeirra nefndu lestur og stærðfræði. • Sunneva sagði: „Við eigum eftir að reikna mjög mikið. Það veit ég.“ • Árni taldi að hann myndi „… læra stærðfræði og landafræði“. • Hreinn sagði að það yrði öðruvísi „… því þá þarf maður að byrja að lesa og eitthvað“. Jóhanna Einarsdóttir
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132
Qupperneq 133
Qupperneq 134
Qupperneq 135
Qupperneq 136
Qupperneq 137
Qupperneq 138
Qupperneq 139
Qupperneq 140
Qupperneq 141
Qupperneq 142
Qupperneq 143
Qupperneq 144
Qupperneq 145
Qupperneq 146
Qupperneq 147
Qupperneq 148
Qupperneq 149
Qupperneq 150
Qupperneq 151
Qupperneq 152
Qupperneq 153
Qupperneq 154
Qupperneq 155
Qupperneq 156
Qupperneq 157
Qupperneq 158
Qupperneq 159
Qupperneq 160
Qupperneq 161
Qupperneq 162
Qupperneq 163
Qupperneq 164
Qupperneq 165
Qupperneq 166
Qupperneq 167
Qupperneq 168
Qupperneq 169
Qupperneq 170
Qupperneq 171
Qupperneq 172
Qupperneq 173
Qupperneq 174
Qupperneq 175
Qupperneq 176
Qupperneq 177
Qupperneq 178
Qupperneq 179
Qupperneq 180
Qupperneq 181
Qupperneq 182

x

Tímarit um menntarannsóknir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit um menntarannsóknir
https://timarit.is/publication/1140

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.