Tímarit um menntarannsóknir - 01.06.2012, Qupperneq 154
154
Hagnýtt gildi: Sagt er frá einstaklingsmiðuðum stuðningsáætlunum byggðum á virknimati
sem geta dregið úr langvarandi hegðunarerfiðleikum grunnskólanemenda. Hjá þremur af
fjórum þátttakendum rannsóknarinnar minnkaði truflandi hegðun um 89% að meðaltali. Þrátt
fyrir stighækkandi viðmið um frammistöðu hélst tíðni truflandi hegðunar áfram lág, jafnvel eftir
að notkun hvatningarkerfis lauk. Einnig urðu aðrar jákvæðar breytingar á hegðun þriggja af
fjórum þátttakendum.
Guðrún Björg Ragnarsdóttir og Anna-Lind Pétursdóttir
Þegar hegðun er á skjön við það sem
almennt tíðkast meðal jafnaldra eða er
metin óþolandi innan samfélagsins er
talað um hegðunaerfiðleika. Þá er átt við
hegðun sem álitin er ógn við stöðugleika,
öryggi og gildi samfélagsins (Kauffman,
2005). Oft er miðað við að erfið hegðun
hafi varað í langan tíma og hafi truflandi
áhrif á daglegt líf einstaklingsins, svo sem
námsárangur eða samskipti við aðra, eigi
hún að flokkast sem hegðunarerfiðleikar
(Smith, Polloway, Patton og Dowdy, 2001).
Rannsóknir hafa sýnt að 2 til 22% barna
eru álitin eiga í hegðunarerfiðleikum,
breytilegt eftir skólum og matsaðilum,
en meðaltalið liggur milli 7 og 8% (Anna
Kristín Sigurðardóttir, 1996; Ingvar Sigur-
geirsson og Ingibjörg Kaldalóns, 2006;
Smith o.fl., 2001). Brýn þörf er fyrir ár-
angursríka íhlutun því horfur barna með
hegðunarerfiðleika eru slæmar, bæði í
námi og félagslega (Bradley, Doolittle og
Bartolotta, 2008).
Aðferðir til að takast á við
hegðunarerfiðleika
Margs konar úrræði hafa verið notuð í
grunnskólum hérlendis til að takast á
við hegðunarerfiðleika nemenda. Má þar
nefna námsver eða sérskóla sem ætlað er
að styrkja félags- og samskiptahæfni nem-
enda (Brúarskóli, 2012). Einnig hafa verið
innleiddar heildstæðar aðferðir til að fyrir-
byggja og takast á við erfiða hegðun. Ein
slík er heildstæður stuðningur við jákvæða
hegðun (School-wide Positive Behavior
Support, SW-PBS) þar sem ýtt er undir við-
eigandi hegðun nemenda með stigskipt-
um aðferðum til að mæta ólíkum þörfum
þeirra (Horner, Sugai og Anderson, 2010;
Sprague og Golly, 2004/2008). SMT-skóla-
færni er hafnfirsk útfærsla á heildstæðum
stuðningi við jákvæða hegðun (Anna
Björnsdóttir og Margrét Sigmarsdóttir,
2009) þar sem notaðar eru styðjandi upp-
eldisaðferðir þróaðar af Patterson (Parent
Management Training–Oregon, PMTO,
Forgatch og Patterson, 2010).
Rannsóknir á heildstæðum stuðningi
við jákvæða hegðun hafa sýnt fækkun
agabrota og jákvæð áhrif á námsárangur
við innleiðingu vinnubragðanna (t.d.
Luiselli, Putnam, Handler og Feinberg,
2005). Rannsóknir benda einnig til þess að
aðferðin geti dregið úr langvarandi hegð-
unarerfiðleikum nemenda og haft jákvæð
langtímaáhrif (Horner o.fl., 2010; Luiselli,
Putnam og Sunderland, 2002; McCurdy,
Manella og Eldridge, 2003; Taylor-Greene
og Kartub, 2000). Hérlendis bendir nýleg
rannsókn á áhrifum heildstæðs stuðnings
við jákvæða hegðun með PMTO-aðferð-
inni til svipaðra áhrifa (Anna Björnsdóttir
og Margrét Sigmarsdóttir, 2009).