Tímarit um menntarannsóknir - 01.06.2012, Blaðsíða 15
15
Rauntengsl eða merkingartengsl?
félagsvísinda beinist ekki að rauntengslum
yfirhöfuð heldur merkingartengslum. Í
framhaldinu verða þær hugmyndir svo
yfirfærðar á rannsóknarefnið „námshvöt
og sjálfsagi íslenskra ungmenna“; enda
lætur það efni í té hentugt dæmi um beit-
ingu þessara hugmynda á hagnýtan máta
á menntavettvanginum.
Millileið merkingar? Smedslund,
Wittgenstein og Winch
Í hverri fræðigrein eru til sérvillingar sem
neita að fylgja leikreglunum. Í félagsvísind-
um er einn hinn þekktasti þeirra sálfræð-
ingurinn Jan Smedslund sem á ofanverðri
20. öld ögraði sjálfgefnum sannindum
vettvangsins. Helsta kenning hans var sú
að svokölluð rauntengsl milli breyta, sem
sálfræðingar leituðu að og þættust finna,
væru oftar en ekki merkingartengsl hug-
taka í hversdagslegu máli – og að sálfræð-
ingar væru þannig upp til hópa „gervi-
empíristar“ (Smedslund, 1991). Þekktasta
einstaka dæmi Smedslunds (1978) er af
kenningu Alberts Bandura um samband
milli sjálfstrausts eða trúar á getu sína (e.
self-efficacy) og árangurs í námi, starfi og
lífi. Smedslund benti meðal annars á að
einn meintur aðgerðarþáttur „trúar á eigin
getu“ á sviði x sé viljinn til að reyna að
halda áfram að framkvæma verk á sviði
x jafnvel þegar maður á við mótlæti að
stríða. En það eru ekki rauntengsl heldur
röktengsl milli þess að reyna x og takast x:
Manni tekst nefnilega ekkert nema maður
reyni! Það eru því í besta falli ýkjur að segja
að trú á eigin getu „auki líkurnar á“ árangri
– trúin „er“ sem slík hluti af árangrinum.
Í nýlegri íslenskri BS-ritgerð í sálfræði
er kenningu Smedslunds beitt á afar hug-
vitssamlegan hátt gegn kenningu jákvæða
sálfræðingsins Barböru Fredrickson (2009)
um sérstakt gildi „sældartilfinninga“ (það
er tilfinninga sem fela í sér ánægjukennd;
e. positive emotions) við að byggja upp
og víkka út sálræna hæfileika (m.a. til
náms). Fredrickson þykist hafa komist að
þessu með víðtækum reynslurannsóknum
og leggur meðal annars til, í ljósi þeirra,
að kennarar reyni að auka vægi sældar-
tilfinninga í skólastofunni svo að meira
árangursríkt nám eigi sér stað. Bergþóra
Snæbjörnsdóttir (2010) fer hins vegar ræki-
lega í saumana á þeim tilfinningum sem
Fredrickson vegsamar, svo sem vongleði
(e. hopefulness), og sýnir fram á að þar
sem tilfinningar séu ekki einberar kenndir,
heldur feli líka í sér skoðanir, langanir og
tilhneigingar til athafna, þá sé barnalegt að
þykjast finna raunsamband milli tilfinn-
ingar sem kenndar og tiltekinna sálrænna
hæfileika. Sá sem er vongóður hefur það
þannig ekki aðeins fram yfir hinn von-
daufa að finna til annarrar innri kenndar
heldur felur hugtakið „vongleði“ í sér að
sá sem upplifir tilfinninguna bregst við á
annan og uppbyggilegri hátt en hinn von-
daufi. Það kemur því naumast á óvart, svo
að dæmi sé tekið, að hinn vonglaði haldi
áfram að reyna að skilja reikningsdæmi
þegar sá vondaufi gefst upp.
Rétt er að taka fram, til að fyrirbyggja
allan misskilning, að röktengslakenningu
Smedslunds var ekki ætlað að salla niður
sálfræðilíkön á borð við sjálfstraustskenn-
ingu Bandura – þótt svo megi skilja af við-
brögðum sumra kollega hans við þeim.
Þvert á móti taldi Smedslund slík líkön
afar þörf til að leiða í ljós merkingartengsl