Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.01.2013, Page 11
I greininni er jafnframt hugað að umfjöllun tveggja íslenskra fræðimanna,
þeirra Geirs Sigurðssonar og Sigurðar Líndal, um Weber. I lokaorðum
sínum vísar Sigurjón Arni til greiningar Geirs Sigurðssonar, sem hann telur
að Weber hefði tekið undir, um að þegar trúarleg tengsl vinnusiðferðisins
voru rofin, hafi myndast tóm sem neysluhyggja samtímans fyllti upp í. Það
sem einkenni vestræna menningu nú á dögum séu náin tengsl milli vinnu
og neyslu. Það sé áleitin spurning hvort neysla í vestrænni menningu hafi
tekið á sig trúarlega mynd.
Sólveig Anna Bóasdóttir skrifar greinina „Skömm og sektarkennd -
Hugleiðingar um tvær siðferðilegar tilfinningar og tengsl þeirra við ofbeldi
og áföll". Þar leitast hún við að skilja af hverju þolendur af báðum kynjum,
ekki síst börn, taka á sig sök á því sem þau áttu hlutdeild í en báru þó
augljóslega ekki ábyrgð á. Svar meðferðaraðila virðist einhlítt, skrifar hún:
„Þau gera það til að lifa af. Þau viðurkenna sekt til að þurfa ekki að horfast
í augu við þá hræðilegu staðreynd að hafa verið svikin sem börn.“
Loks eru, í samræmi við stefnu Ritraðarinnar, birtir ritdómar um nýlegar
guðfræðibækur sem ætla má að höfði til íslenskra lesenda. Um er að ræða
fjórar bækur og eru þær, eins og greinarnar sem getið hefur verið um hér
að ofan, af ýmsum fræðasviðum guðfræði og trúarbragðafræða. Höfundar
ritdómanna eru Arni Svanur Daníelsson, Gunnlaugur A. Jónsson, María
Ágústsdóttir og Sólveig Anna Bóasdóttir.
Gunnlaugur A. Jónsson
9