Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.01.2013, Síða 36
Saltarinn
Meðal rita Biblíunnar hafa Davíðssálmar sérstöðu. Þegar kristinn sálma-
kveðskapur hófst voru Davíðssálmar hafðir að fyrirmynd og harpa Davíðs
var táknmynd söngs í kirkjunni.14 Frá öndverðu voru Davíðssálmar
bænabók kristins fólks. Þeir voru uppistaðan í tíðasöng kirkjunnar og
orðið saltari, sem er annars heiti á sálmasafni Biblíunnar, Davíðssálmum,
varð á miðöldum heiti á bænabókum kristinna manna og lifði það heiti
langt fram eftir öldum. Passíusálmar Hallgríms voru t.d. stundum útgefnir
undir heitinu Píslarsaltarix 5 og meðal rómversk-kaþólskra eru rósakrans-
bænirnar, talnabandið, oft nefndar Maríusaltari}G Innan siðbótarkirknanna
voru Davíðssálmar snemma færðir í ljóð og urðu margir hluti lútherskrar
guðsþjónustu er fram liðu stundir. Sjálfur orti Lúther sjö sálma út frá
Davíðssálmum eða út frá Sálmum 12, 14, 46, 67, 124, 128 og 130.17
Það er athyglisvert að hann orti aðeins einn sálm út frá hinum kirkjulegu
iðrunarsálmum sem hann hélt annars mikið upp á en hinir kirkjulegu
iðrunarsálmar eru Sálmar 6, 32, 38, 51, 102, 130 og 142.
Saltari Kolbeins Tumasonar og Davíðssálmaskáldið Jón Arason
Raunar eigum við Islendingar Davíðssálmaskáld eldri en siðbót Lúthers.
Með rökum hefur verið bent á að elsta sálmaskáld Islendinga, Kolbeinn
Tumason skírskoti til Davíðssálma í sálmi sínum „Heyr, himnasmiður“.
Það var Stefán Karlsson handritafræðingur sem í grein um sálm Kolbeins
varpaði fram þeirri spurningu „hvort ,skáldið‘, sem nefnt er í 1.2, sé endilega
Kolbeinn sjálfur eða yfirleitt höfundur vísnanna. I Hómilíubókinni og víðar
eru guðspjallamennirnir kallaðir ,guðspjallaskáld‘ og Davíð ,sálmaskáldið‘
14 Sjá Erik A. Nielsen, 2010, Thomas Kingo. Barok, enevælde, kristendom. Kobenhavn, t.d. s.
218-226.
15 Sbr. t.d. 6. útgáfu Passíusálmanna á Hólum frá árinu 1704: PSALTERIUMPASSIONALE: Edur
Pijslar-Psal-TARE Vt afPijnu og Dauda DRottens vors JEsu CHristi.
16 Sjá t.d. Raymund Devas O.P., 1980, Our Ladys Psalter, 150 Texts for the 150 Hail Mary's in the
Rosary. London. Sjá nánar W. Beinert & H. Petri, 1984, Handbuch der Marienkunde. Regensburg,
s. 379-386. Á Árnastofnun er til handrit með hendi Brynjólfs Sveinssonar og er uppskrift að
miðaldahandriti er geymir Maríusaltara, Psalterium Marianum, AM 97 8vo, 150 andstef með
bænagjörð eftir 10. hvert. Sjá Einar Sigurbjörnsson, 1989, „Ekumenik pá Island under 1600-talet.
Biskop Brynjolfur Sveinssons Mariadikt." f In unitatem fidei. Festskrift till Per Erik Persson. Lund.
17 Þrír þeirra eru enn í Sálmabók íslensku kirkjunnar, nr. 284 (út frá Slm 46), 301 (út frá Slm
67) og 394 (út frá Slm 130). Lúther orti líka sálm út frá Lofsöng Símeons (Lúk 2.29-32) sem
er í núgildandi Sálmabók nr. 424. Þá orti hann líka tvo sálma út frá boðorðunum, sjá Einar
Sigurbjörnsson, 2007, „„Heyrið þau tíu heilögu boð.“ Um sálma Lúthers út af boðorðunum“,
RitröS Guðfraðistofnunar - Studia theologica islandica 24, s. 97-110.
34
J