Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.01.2013, Síða 38
eða rit hans um þýðingar en hann fýlgir þeirri reglu að hafa tungutakið
auðskilið og á máli sem í senn er trútt frumtextanum án þess að binda sig
við orðin. Fórnirnar sem í Sálmi 51.18-19 eru nefndar þekkari en slátur-
fórnir útskýrir Jón Arason á þessa leið:
Altari Drottins auðmjúkt mannsins hjarta
jýrirsetjandi tólf trúarinnar parta,
þd má kalla karleiks kálfa bjarta,
klárt eyðandi saurgun synda parta. (26. erindi.)
Tólf trúarinnar partar eru trúarjátningin sem á miðöldum var skipt í tólf
trúaratriði.21
Önnur íslensk Davíðssálmaskáld
Árið 1662 kom út á Hólum bók undir heitinu Psalltare Þess Konunglega
Spamans Dauids. Höfundur er sagður séra Jón Þorsteinsson, sem var prestur
í Vestmannaeyjum og lét lífið fýrir hendi Tyrkja árið 1627 og því nefndur
píslarvottur.22 Þessi bók eða Saltari styðst við Saltara eftir Ambrosius
Lobwasser (1515-1585). Lobwasser var lengi háskólakennari í Leipzig
en lauk ævi sinni sem prófessor í lögum við háskólann í Königsberg.
Saltari hans var þýsk þýðing á Saltara efrir franska skáldið Clément Marot
(1496-1544) og svissneska guðfræðinginn Theodor Beza eða Théodore de
Béze (1519-1605), sem var einn helsti mótandi kalvínsks rétttrúnaðar,23
en sá saltari var ort útgáfa á Davíðssálmum.24 Þó að saltari Jóns píslarvotts
byggist á saltara Lobwassers þýðir hann sálma hans ekki orðrétt og fylgir
ekki bragarháttum þeirra. Sálmar Lobwassers voru allir við sérstök lög sem
21 Sjá Einar Sigurbjörnsson, 1991, Kirkjan jdtar, s. 33.
22 Um séra Jón Þorsteinsson, sjá Páll Eggert Ólason, 1926, Menn og menntir siðskiptaaldarinnar
d íslandi IV, s. 642-655 og Magnús Jónsson, 1927, „Séra Jón Þorsteinsson píslarvottur",
Prestafélagsritið. Tímarit jyrir kristindóms- og kirkjumál, ritstj. Sigurður P. Sívertsen, 9. árg.,
Reykjavík, s. 125-135. Sveinn Guðmarsson skrifaði B.A.-ritgerð um Saltara Jóns Þorsteinssonar
árið 2002, Allt lukkast vel sem aðhefit hann — Davíðssálmar sr. Jóns Þorsteinssonar pislarvotts.
23 Um Beza, sjá Bengt Hágglund, 1975, Teologins historia — en dogmhistorisk översikt, Lund, s.
245 og Jaroslav Pelikan, 1984, Reformation ofChurch and Dogma (1300-1700) - The Christian
Tradition. A History ofthe Development ofDoctrine Vol. 4, s. 183-232.
24 Sjá C. Albrecht, 1995, Einfiihrung in die Hymnologie, s. 33-34. Sjá og https://en.wikipedia.org/
wiki/Metrical_psalter, http://www.hymnary.org/person/Lobwasser_A og http://cyclopedia.lcms.
org/display.asp?tl=L&word=LOBWASSER.AMBROSIUS. Sjá ennfremur Páll Eggert Ólason,
1926, Menn og menntir siðskiptaaldarinnar d íslandi IV, s. 647-649.
36