Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.01.2013, Page 39
hér voru óþekkt en séra Jón felldi sálmana í saltara sínum að sálmalögum
sem voru þekkt hér á landi. Hins vegar þýðir sr. Jón yfirskriftir Lobwassers
yfir sálmunum. Jón Þorsteinsson er m.ö.o. mjög sjálfstæður í öllum efnis-
tökum sínum og tekur líka nokkra sálma úr Davíðssálmahluta Sálmabókar
Guðbrands, m.a. sálma þá sem Lúther orti út frá Davíðssálmum, og tekur
fram um flesta sálmana sem hann tekur úr Sálmabókinni að þeir séu
„áður útlagðir“. Sonur Jóns píslarvotts, séra Jón Jónsson prestur á Melum,
skrifaði formála að Saltara föður síns þar sem hann gerir grein fyrir hversu
dýrmæt og holl fæða Biblían og sér í lagi Saltarinn sé fyrir trúarlíf fólks.
Hann byrjar á því að vitna í Ambrósíus kirkjuföður (d. 397) sem segi um
bækur Biblíunnar „að þær væri góður grashagi af hverjum vér fæðumst af
iðulegri iðkun og fáum bæði næring og hressing sálum vorum“. Þetta eigi
þó helst við um Saltarann og vitnar séra Jón þá í orð heilags Basilíusar (d.
379) um að „sá minnsti Davíðssálmur væri svo ríkt matar- og drykkjarhús
að það yrði aldrei tæmt“. Um Davíðssálma segir séra Jón Jónsson að í þeim
sé að finna fésjóð guðlegrar speki þar eð þeir séu spádómar um persónu og
verk lausnarans Jesú Krists, innihaldi og staðfesti allar greinar kristinnar
trúarjátningar, veiti huggun í ofsóknum og kenni um góðu verkin. Loks
geymi Saltarinn bænaákallið og þakklætið. Um lögin í Saltaranum segir
séra Jón að faðir sinn hafi fremur kosið að fella sálmana að lögum sem
landsmenn þekktu en að kynna lög Lobwassers til sögunnar. Séra Þorkell
Arngrímsson, faðir Jóns Vídalíns, ritar annan formála og tekur í sama streng
um gagnsemi Saltarans og vitnar að auki í Lúther sem kallaði Saltarann
Litlu Biblíuna. Tveir sálmar úr þessu sálmasafni sr. Jóns píslarvotts eru í
núgildandi Sálmabók íslensku kirkjunnar. Annar er sálmurinn nr. 1, sem
er ortur út frá Sálmi 148, og hinn er sálmurinn nr. 24, sem ortur er út
frá Sálmi 117 og er alltaf sunginn við prestsvígslu. Matthías Jochumsson
endurorti fyrri sálminn en síðari sálminn endurorti Helgi Hálfdánarson.
Séra Oddur Oddsson (1564-1649), prestur á Reynivöllum, þýddi sálma
Lobwassers og er þýðing hans til í handritum. Einn þeirra var prentaður í
Höfuðgreinabók 1772, 6. Davíðssálmur, „I þinni ógnarbræði, ó, Guð“. Séra
Oddur var lengi talinn höfundur þessa Saltara og var jafnvel líka talinn hafa
samið lögin.25 Jónas Jónsson og Páll Eggert Olason sýndu fram á að Oddur
hefði þýtt Saltara Lobwassers og skrifað lögin upp úr honum. Þau voru áður
25 Sbr. Bjarni Þorsteinsson, 1906-1909, íslensk þjóðlög, s. 52-53.
37