Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.01.2013, Page 43

Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.01.2013, Page 43
nú á dögum, „Ó, blíði Jesús, blessa þú“, að vísu í mjög endurbættri mynd séra Valdimars Briem.43 Að líkindum hefur Ólafur Guðmundsson þýtt flesta Davíðssálmana í Sálmabókinni og virðist hann hafa merkt sér einn sálminn eða einn sálmanna sem er ortur út frá 51. Sálmi, „Ó, Guð, minn herra, aumka mig“, en út frá fyrsta staf í fyrstu línu hvers erindis má lesa nafnið Ólafur. Frumsálmurinn er eftir þýska skáldið og tónskáldið Mattháus Greiter (1494-1550).44 Tveir sálmar eru merktir séra Einari Sigurðssyni í Eydölum (1538-1626). Annar sálmurinn er „Miskunna þú mér, mildur Guð“ og ortur út frá 51. Sálmi, og hinn er „Hver sem að reisir hæga byggð“, sem er ortur út frá 91. Sálmi. Undir heiti beggja sálmanna stendur skammstöfunin S.E.S. sem merkir séra Einar Sigurðsson. Sálmur 51 er eftir B. Waldis en Sálmur 91 eftir Johann Mathesius (1508-15 65).45 Þessir sálmar eru báðir prentaðir í Ljóðmœlum Einars í Eydölum sem Arnastofnun gaf út árið 2007 og er frumhöfunda getið í skýringum.46 Þá telur Páll Eggert að annarri þýðingu á sálmi Waldiss út frá 127. Sálmi svipi til kveðskapar séra Einars.47 Tveir sálmar eru merktir Guðbrandi biskupi sjálfum. Báðir eru ortir út frá 103. Sálmi. Annar er sálmurinn „Guði lof skalt, önd mín, inna“ og er fjögur erindi. Þar er nafn Guðbrands bundið í erindunum og stafirnir í nafninu auðkenndir með stórum stöfum. Hinn er sálmurinn „Guð þinn og herra einn yfir allt“ og er sex erindi. Inn í sálminn er felld setningin „Guðbrandur Þorláksson biskup yfir allt Hóladómkirkjuumdæmi“ og eru orðin auðkennd með stórum stöfum. Báðir sálmarnir eru þýðingar úr þýsku. Fyrri sálmurinn er eftir Johann Gramann (1487-1541) en sá síðari er eftir ókunnan þýskan höfund.48 Það er hugsanlegt að Guðbrandur hafi sjálfur þýtt þessa sálma en ekki er útilokað að þýðandi þeirra hafi viljað tileinka Guðbrandi þessa lofgjörðarsálma. Bæði sr. Einar Sigurðsson og sr. Magnús 43 Núgildandi Sálmabók, nr. 252. 44 Páll Eggert Ólason, 1924, s. 135; um Greiter, sjá http://www.bach-cantatas.com/Lib/Greiter- Matthias.htm (sótt 17. okt. 2012). 45 Páll Eggert Ólason, 1924, s. 134 og s. 136. 46 Einar Sigurðsson í Eydölum, 2007, LjóSmali, Jón Samsonarson og Kristján Eiríksson bjuggu til prentunar, s. 75-76 (Slm 51) og s. 77-78 (Slm 91). Sjá og skýringar s. 215-216 og http://bragi. arnastofnun.is/leit. „Hver sem að reisir hæga byggð“ hélst í sálmabókarútgáfunum 1801 og 1871, lítillega breyttur af Geir biskupi Vídalín. Bára Grímsdóttir hefur gert lag við sálminn, sjá plötu Mótettukórs Hallgrímskirkju, Ljósiðpitt lýsi mér (2008). 47 Páll Eggert Ólason, 1924, s. 140. 48 Páll Eggert Ólason, 1924, s. 137. Báðir sálmarnir eru í Sálmabók 1772, Höfuðgreinabók. 41
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178
Page 179
Page 180
Page 181
Page 182
Page 183
Page 184
Page 185
Page 186
Page 187
Page 188

x

Ritröð Guðfræðistofnunar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ritröð Guðfræðistofnunar
https://timarit.is/publication/1152

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.