Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.01.2013, Page 47
skáldið sem varð við beiðni Lúthers um að yrkja sálma og hann nefnir í
áðurnefndu bréfi til Spalatins.56
Tveir sálmar út frá Davíðssálmum eftir Burkard Waldis hafa lifað fram
á þennan dag. Annar er út frá Sálmi 127 og er nr. 261 í núgildandi
Sálmabók. Hann byggist á seinni þýðingu sálmsins í Sálmabók Guðbrands
og er yfirskriftin yfxr sálminn með íyrri þýðingunni: „CXXVII Psalm. Nisi
Dom[inus] edifica[t]. Er einn lærdómssálmur í móti vílsamlegri áhyggju
so að menn treysti ekki upp á sína snilld og fyrirsjón heldur upp á Guð
og hans fyrirhyggju.“57 Síðari sálmurinn hefur að yfirskrift: „Sami sálmur
með öðrum hætti.“ Sú þýðing náði inn í Grallarann sem messuupphaf
10.-12. sunnudag eftir trínitatis og var líka tekinn upp í Davíðssálma
Jóns Þorsteinssonar. Magnús Stephensen tók sálminn úr Grallaranum inn
í Sálmabókina 1801 (nr. 309) sem brúðkaupssálm og hefur Magnús sjálfur
eða séra Jón Hjaltalín breytt honum lítillega. Þar er fellt niður þriðja
erindi og var sálmurinn þannig breyttur í Sálmabók 1871 (nr. 503) og líka
brúðkaupssálmur. Matthías Jochumsson orti sálminn upp að nýju fyrir
Sálmabók 1886 (nr. 585) og breytti lokaversunum þremur þannig að þau
skírskotuðu enn frekar til hjónavígslunnar. Með því rofnuðu tengslin við
Davíðssálminn. I núgildandi Sálmabók eru fyrsta og síðasta vers sálmsins
(nr. 261).
Hinn sálmurinn eftir Waldis í núgildandi Sálmabók er sálmur nr. 214,
„Gakk inn í Herrans helgidóm". Hann er ortur út frá Sálmi 150 og var
ekki í Sálmabók Guðbrands heldur í Grallaranum og ætlaður til söngs
eftir blessun 22.-24. sunnudag eftir þrenningarhátíð, „Lofi Guð í hans
helgidóm“.58 Magnús Stephensen lagfærði sálminn fyrir Sálmabók 1801
og orti fjórða versið upp á nýtt. Valdimar Briem endurorti þessa útgáfu
Magnúsar fyrir Sálmabók 1886 og hefur útgáfa hans haldist í sálmabókum
síðan.
Davíðssálmar Lúthers
Eins og áður greindi orti Lúther sjö sálma út frá Saltaranum og voru þeir
allir í Sálmabók Guðbrands, sex í Davíðssálmahlutanum, Sálmur 12 (tvær
56 http://www.deutsche-biographie.de/sfz28669.html og http://www.hymnary.org/person/
Hegenwalt_E 1
57 Páll Eggert Ólason, 1924, s. 140, telur fyrri þýðingunni svipa til kveðskapar Einars í Eydölum.
58 Sálmurinn var tekinn upp í aðra útgáfu Sálmabókar Guðbrands 1619. Páll Eggert Ólason, 1924,