Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.01.2013, Page 52
I miskunn, Guð, vor minnstu nú,
veit milda blessun pína,
pitt auglit blítt og orð lát pú
til eilífs lífi oss skína.
Þinn helgan veg og hjálparráð
gefheimur allur sjái
og Herrans Jesú heilög náð
til hverrar pjóðar nái
og alla frelsað fái.
Þig lofi, Guð, pín himnesk hjörð,
pér heiður mannkyn rómi.
Þvífagni sérhvert fólk á jörð
með fógrum söngva hljómi,
að réttinn höndpín voldug ver
og valdi syndar eyðir
en lífog krafiur orð pitt er
sem öllum veginn greiðir
á réttar lífiins leiðir.
Ó, Guð, hver lýður pakki pér
og pínum syni kara,
að jörðin & sinn ávöxt ber
en orð pín sálir nœra.
Guð einn og prennur, ár og síð
ver aumra miskunnari.
Þig allur tigni alla tíð
pinn engla’ og manna skari.
Því allir „amen “ svari.
Sálmurinn hefur ákveðna skírskotun til kristniboðs og er hann talinn til
kristniboðssálma í núgildandi Sálmabók íslensku kirkjunnar.
Þriðji Davíðssálmur Lúthers sem haldist hefur til þessa dags er sálmurinn
út frá 130. Sálmi, „Úr djúpinu ákalla ég þig“. Hann er einn hinna sjö
iðrunarsálma kirkjunnar og meðal fyrstu sálma sem Lúther orti og reyndar
sá sem hann lét fylgja bréfinu sem hann sendi Spalatin og getið er hér að
ofan. í sálminum rekur Lúther efni Sálms 130 í samræmi við þá reglu sem
hann setti í því bréfi og beitir ekki kristsfræðilegri útskýringu eins og hann
gerði í Sálmi 67 og 46. Yfirskrift sálmsins í Sálmabók Guðbrands er: „CXXX
Psalm[us] De profundis. Er einn iðranar og bænasálm[ur] að biðja um
náð og fyrirgefning syndanna.“ Hann er í tveimur þýðingum og er seinni
þýðingin tekin úr Sálmakveri Marteins 1555. Fyrri þýðingin var tekin í
Grallarann 1594 sem inngöngusálmur á sunnudögum föstunnar og náði
þaðan inn í Sálmabók 1801. Sálmurinn er fimm erindi og þræðir Sálm 130
næsta vel. Djúpið í fyrsta versi Sálmsins skilur Lúther sem neyð syndarans
sem hrópar á hjálp og fyrirgefningu: „Aus tiefer Not schrei ich zu dir.“ Og