Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.01.2013, Page 54
Ob bei uns ist der Siinden viel,
bei Gott ist viel mehr Gnaden.
Sein Hand zu helfen hat kein Ziel,
sie groj? auch sei der Schaden.
Er ist allein der gute Hirt,
der Israel erlösen wird
aus seinen Súnden allen.
Þó mörg og stór sé mannleg synd,
miklu stœrri er naðin.
Endalaus er Guðs hjálpar hönd,
hversu stór sem er skaðinn,
sá hirðir einn afleysir vel,
aföllum syndum Israel,
það er öll kristna þjóðin.
Sálmurinn var áður í Sálmakveri Marteins og var þýðing Marteins einnig
í Sálmabók Guðbrands. Þýðing hans var líka góð en af því að hún náði
ekki inn í Grallarann varð hún ekki langlíf. Fyrsta hendingin í þýðingu
Marteins er:
Afdjúpri hryggð hrópa ég til þín,
Fyrsta hendingin í lokaversinu er á þessa leið:
Þó margar syndir með oss sé,
meiri er náð hjá Drottni.
Sálmurinn var tekinn úr Grallaranum í Sálmabók 1801 með lítils háttar
breytingum eða lagfæringum sem Magnús Stephensen mun vera höfundur
að. Hann sleppir fjórða versinu en heldur lofgjörðarversinu. Loks þýddi Helgi
Hálfdánarson sálminn að nýju fyrir Sálmabók 1886, „Ur hryggðardjúpi hátt
til þín“. Hjá honum er sálmurinn vel kveðinn og kemur þýðandinn hugsun
frumsálmsins vel til skila þó að þýðingin sé engan veginn bókstafleg og
koma hin frjálsu tök þýðandans einkum fram í síðustu tveimur versunum:
Þótt dragist, Guð, þín hjálp um hríð
og hagsæld lífs mig bresti,
í trú og von þíns tíma’ eg bíð,
þinn tími’ er & hinn besti.
Þú veist n&r hjálpin hollust er,
í hverri neyð þá vissu mér
í huga fast ég festi.