Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.01.2013, Síða 61
almenna prestdóms, ber ábyrgð á þessu embætti, það er honum falið. Hann
felur það síðan ákveðnum einstaklingi á hendur, prestinum.
Það merkir hins vegar ekki að söfnuðurinn sé yfir prestinn settur og
eigi að segja honum hvernig hann skuli boða Orðið. Skilningurinn er
sá að Guð sjálfur kalli hér einhvern - fyrir milligöngu safnaðarins - til
þess að gegna þessu embætti. Þeir sem til þess eru kallaðir starfa því ekki
í umboði safnaðarins heldur Guðs, Krists í stað. Þeir hafa hlutverki að
gegna gagnvart söfnuðinum. Það er ekki persóna þess sem gegnir prests- og
prédikunarembættinu, sem málið snýst um, heldur embættið. Það er síðan
undir mannlegu skipulagi komið hvernig um þetta embætti er búið. Þar
heyrir undir hvern tíma að vinna úr hefðinni og aðlaga hana hverju sinni
breyttum aðstæðum.
Boðskapurinn um réttlætingu af trú miðlast þannig fyrir boðun og
sakramenti, hvort tveggja er falið hinni kirkjulegu stétt á hendur eins og
um er fjallað í 14. grein játningarinnar: Urn kirkjulega stétt kenna þeir að
enginn eigi opinberlega að kenna í kirkjunni, né þjóna að sakramentunum,
nema hann sé kallaður að réttum kirkjusið (CA XIV).10
Fimmta grein Agsborgarjátningarinnar er undirstaða undir embættis-
skilning evangelísk-lútherskrar kirkjuhefðar. Túlkun kirkjuréttarfræðinga er
á þann veg að þar snúist málið annars vegar um boðun fagnaðarerindisins þar
sem áherslan hvílir á boðun orðsins og þá sér í lagi á prédikuninni. Þess er
hollt að minnast að siðbótarmenn töluðu yfirleitt ekki um prestsembættið
heldur um prests- og prédikunaremb&ttið. Hins vegar er svo þetta orðalag að
„þjóna að sakramentunum“, hér vísar það orðalag almennt til emb&ttisverka
prestanna.* 11
Þjónustusvið prestsembættisins grundvallast á Agsborgarjátningunni,
þ.e.a.s. á prests- og prédikunarhlutverkinu, á boðun orðsins og veitingu
sakramentanna. Hlutverk embættisins og réttarstaða prestsins mótast af
þessu tvennu. Sá einn getur fengið innsetningu/vígslu til embættis sem
hefur ákveðinn starfsvettvang sem myndar umgjörð utan um embættið
10 ... nemo debat in ecclesia publice docere aut sacramenta administrare nisi rite vocatus.
11 Gunther Wenz, „Amt“ 11,1-5, Axel von Campenhausen, Ilona Riedel-Spangenberger, P. Reinhold
Sebott SJ, Heribert Hallermann, Lexikon fiir Kirchen- und Staatskirchenrecht, Paderborn,
Munchen, Wien, Zurich, 2000, dlk. 73-77.
59