Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.01.2013, Blaðsíða 66
hægt að styðjast við frásagnir presta og þeirra sem þiggja þjónustuna, eins
og hér er gert.
í embættisverkunum er presturinn iðulega kominn út fyrir hið fastmótaða
helgihald messunnar og stundum einnig öruggt rými kirkjuhússins; hann
kemur fram fyrir hönd safnaðarins, þjóðkirkjunnar eða einfaldlega sem
fulltrúi kristinnar trúar.
Á hvaða forsendum fer hann nánast heiminn á enda til að vinna embættis-
verk? í fyrsta lagi er hann kominn til að þjóna fólki sem óskar návistar hans,
stuðnings og handleiðslu og í öðru lagi er hann kominn til að flytja þann
boðskap sem honum er trúað fyrir, einmitt við þessi tímamót, hver sem þau
eru. Hann er kominn til að boða Orðið og þjóna að sakramentunum. Fram
undir þetta hefur hann einnig ráðið ferðinni í embættisverkunum, en nú
eru aðrir tímar.
Skírnin nýtur talsverðrar sérstöðu þegar embættisverkin eru til umfjöllunar,
þar er ekki um tímamótaritúal að ræða heldur inntökuritúal. Siðbótarmenn
voru gagnrýnir á allar blessanir og vígslur, signingar og skírnarkerti, hin
ytri tákn um uppfyllingu hins „rétta atferlis“. Leið þeirra var ad fontes, til
rótanna, til Orðsins og til ritúalsins. Þess vegna létu þeir ferminguna tilheyra
verkefnalista prestanna áfram enda er hún nátengd skírninni. Og þeir létu
útför og giftingu einnig halda sér. Var þörf á því? Það er góð spurning, þá
athöfn gætu aðrir séð um, t.d. sýslumenn og útfararstofur, en siðbótarmenn
skoðuðu málið dýpra, þeir sáu hér þörf mannsins fyrir handleiðslu og
stuðning á tímamótum í lífinu og héldu þessum athöfnum inni. Hér var
þörf mannsins fyrir ritúal. Svipuðu máli gegnir um aflausn, en biðröðin eftir
aflausn er í stysta lagi hjá íslenskum prestum.
Hins vegar er listinn langur þar sem presturinn er kallaður til að fram-
kvæma ritúal sem hann býr þá oftast til sjálfur, uppistaðan er ávallt sú sama:
ritningarlestur, bæn og Faðir vor, stutt ræða og blessun sem skiptir hér afar
miklu máli eins og ég kem að síðar. Listinn er langur og embættisverkin
skipta tugum.16
Með embættisathöfnum sínum er presturinn kominn inn á vettvang
þar sem sífellt fleiri bjóða fram krafta sína, bæði trúarbrögð og trúfélög,
siðvæðingarfélög og vantrúarfélög eða einfaldlega Pétur og Páll sem telja sig
geta hannað skemmtileg og afslöppuð ritúöl fyrir giftingar og útfarir enda
sægur slíkra ritúala á netinu. Hér er presturinn kominn inn á samkeppnis-
16 Christian Grethlein, Grundinformation Kasualien, Göttingen, 2007, s. 18.
64