Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.01.2013, Page 67
vettvang þar sem mikið er í húfi að hann standist prófið. Hér er samkeppni
sem teljast verður ný hér á landi þótt aðdragandinn hafi verið talsvert langur
og hún kallar á nýja fagmennsku, svara þarf trúarsögulegum spurningum,
um ritúal, tákn og táknfræði, um atferli, um boðun við slík tækifæri, um
mannleg samskipti.
Hvað þetta efni varðar er ljóst að siðbótarmenn og lúthersk kirkjuhefð
hefur ávallt haft ritúalið í heiðri og einnig boðun Orðsins, hvort tveggja
skiptir þar sköpum, þar að auki „eþos“ helgihaldsins sem er hvort tveggja í
senn: fjarri hinu rómversk-kaþólska líkani og einnig fjarri hinu ókirkjulega
líkani samkomunnar sem sveimhugar siðbótartímans settu á oddinn. - Eþos
eða yfirbragð helgihaldsins og þar með embættisverkanna er umfjöllunarefni
út af fyrir sig. - Lútherskur prestur hlýtur því að vera sér meðvitandi um
gildi ritúalsins ekki síður en um gildi boðunarinnar við sérhverja athöfn sem
hann kemur að og stýrir.
Sú þróun sem hefur átt sér stað hér á landi virðist ríma við það sem gerst
hefur í nágrannakirkjum okkar á meginlandinu. Sumir hafa skýrt þróunina
með þeim hætti að hér sé andóf hins almenna þiggjanda embættisverkanna
við einhliða áherslu díalektísku guðfrœðinnar á Orðið en að sama skapi skeyt-
ingarleysi um viðeigandi ritúal. Þetta kann vel rétt að vera. Aðrir hafa litið
svo á að sú hákirkjulega kirkjuveldisstefna sem einkennt hefur margar kirkjur
á síðari hluta tuttugustu aldar, þar á meðal hina evangelísk-lúthersku þjóð-
kirkju á Islandi - og birst hefur í þungri áherslu á kirkjulega helgisiðahefð,
oft rómversk-kaþólska að einhverju leyti með tilheyrandi umgjörð í skrúða
og öðru, auk eindreginnar áherslu á kirkjuhugtakið - hafi einnig kallað fram
andóf, raunar alvarlega höfnun sem er að koma upp á yfirborðið.
Signingar eru orðnar skyldupphaf hvar sem tveir eða þrír eru saman
komnir á kirkjulegum vettvangi, hvað hefur gerst í kirkjusiðum á tiltölu-
lega skömmum tíma? Kannski óljós vitund um að krossinn sé enn tákn
sem afþreyingarkynslóðin kannast við. Er nauðsynlegt að segja fólki að
spenna greipar þegar presturinn biður bænar? Þarf að tala við fullorðið
fólk eins og börn? Þurfa allir að bera sig eins að, þurfa allir að ganga í
takt? Eg var spurður um daginn hvort „boðun Orðsins“ væri dottin út við
útfarir, þar væri aðeins lestur frá altari og svo æviferill hins látna, kjarni
málsins, boðunin væri dottin út. Ekki er lengur gerður greinarmunur á
minningarræðu og líkprédikun þegar svo er komið. Presturinn - sem oftast
nær er minnst kunnugur hinum látna í kirkjunni - velur þann kostinn að
65