Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.01.2013, Blaðsíða 71
skipuleggja símenntun, koma jafnvel á skyidusímenntun presta. Hér er
mikið í húfi því að prestsembættið hefur lykilhlutverki að gegna við boðun
Orðsins í samfélaginu. Umgjörð þess, staða og trúverðugleiki þarf því að
vera í sífelldri endurskoðun - ekki síst á okkar tímum þegar kastljós fjöl-
miðla um víða veröld hafa beinst að ávirðingum þeirra sem þessu embætti
gegna, jafnvel umfram aðra.
I kirkjulöggjöfinni sem tók gildi 1990 - og var næsta löggjöf á undan
lögunum um stöðu, stjórn og starfshætti þjóðkirkjunnar - voru ákvæði
um embætti, m.a. um vígslubiskupsembætti og sérþjónustuembætti. Á
kirkjuþingi var kallað eftir því að þessi embætti fengju nánari skilgreiningu
þar sem kveðið væri á um réttindi og skyldur þeirra líkt og í nágranna-
kirkjum okkar. Það var ekki gert og hefur ekki verið gert eftir því sem ég
kemst næst. Nýja en lítt breytta umfjöllun fengu þessi embætti að vísu í
kirkjulögunum frá 1997 og svo í starfsreglum en ekki fullnægjandi í þessu
ljósi. Ég tel fulla ástæðu til að skoða lagagreinar og starfsreglur sem skil-
greina embætti þjóðkirkjunnar, bæði þau sem nefnd hafa verið og einnig
þarf að meta áhrifin af breytingu á sóknarprestsembættinu þar sem fram
komu tvær „gerðir“ af prestum sem þjóna söfnuðum. Slík vinna má ekki
verða handahófskennd og endaslepp.
Hvað hið almenna prests- og prédikunarembætti í evangelísk-lútherskri
þjóðkirkju á íslandi varðar er margt sem þarf að athuga. í fyrsta lagi er
átakanlegur skortur á kirkjurétti þar sem auðgengið er að skilgreiningum
embætta innan kirkjunnar, þar sem allir eiga greiðan aðgang að útlistunum
á hugmyndafræði embættisins, lýsingu á hlutverki og verkefnum prestanna -
og þá einnig sóknarnefnda - og sömuleiðis vel ígrunduðum guðfræðilegum
forsendum fyrir vígslu, réttindum og skyldum presta, hvernig taka skal á
vandamálum, svo sem í samskiptum prests og sóknarnefndar eða safnaðar.
Enn fremur þarf að ákvarða nánar réttarstöðu sérhæfðra embætta, t.d. á
vettvangi sálgæslu, þ.e.a.s. sérþjónustuembætta innan þjóðkirkjunnar, presta
sem vígðir eru til þess að starfa í stofnunum eða hjá félagasamtökum. Hér
þarf að gera greinarmun á eðli embættanna, í fyrsta lagi milli almennra og
sérhæfðra embætta, sem ég reikna með að eigi eftir að fjölga í framtíðinni
enda væri það æskilegt. Hér mætti spyrja hvort prestar þjóðkirkjunnar
hafi allir nákvæmlega sama umboð, hvort sem þeir eru vígðir til safnaðar
í ákveðinni sókn þar sem þverskurður samfélagsins er saman kominn á
69